Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 98
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Sagan sýnir því þær mótsagnir sem koma ávallt upp þegar þallað er
um k\’ensæborgir, en þar takast á þessi ímyncl hins ofurflotta, sexí líkama
sem uppfyllir allar kröfur um sjónræna nautn, og hinsvegar mynd hinnar
sterku sjálfstæðu konu, sem brýst undan feðraveldinu og fer sínar eigin
leiðir. Þetta endurtekur sig í fleiri japönskum myndasögum, svo sem í
þekktri sögu sem á ensku nefnist Ghost in the Shell sem þýða má sem
Draugurinn í vélinni og er eftir Masamtme Shirow (1991), en þar er sagt
frá yfirlögreglukonunni Major Motoko Kusanagi, sem er sæborg.40 Líkt
og Alita er hún bæði hörð og töff, en líka afskaplega vel vaxin í þröngtmr,
glansandi göllum. Enda kemur í ljós að líkami hennar er sama ‘módel’
og notað er tdl að fjöldaframleiða auðsveipar kynlífsdúkkur. I fyrstu bók-
inni rannsakar Motoko ástæður þess að slíkar dúkkur eru skyndilega
byrjaðar að ráðast á eigendur sína í stað þess að þjóna þeim og þá upp-
götvar hún þessi óþægilegu líkindi líkama síns og þeirra. Enn á ný er
kvensæborgin birtingarmynd togstreitu hefðbundinna ímynda og til-
rauna til að brjótast út úr þeim.41 Hér niá heldur ekki gle^mta því að uin
myndmiðil er að ræða og síðurnar sem sýna myndir af hiimi óðu kjm-
lífsdúkku ráðast gegn offeitum eiganda sínum eru afar áhrifamiklar.
Sagan um drauginn í vélinni er jafnframt fræg fyrir það hvernig and-
stæðunni manneskja og vél er sundrað, en Motoko gengur í gegnum
mikla sjálfskrísu í bókinni og veltir fýrir sér stöðu sinni sem ómennskri
veru eða sæborg. Þetta tengist síðan aðalsöguþræðinum sem gengmr útá
að það finnst draugur í vél, afsprengi tækninnar sem eignast sjálfstæðan
persónuleika. Sem slíkur er hann ógn og það á að eyða honum eða ná
stjórn á honum (þ.e. honum persónuleikanum, í bókinni er hann kynlaus
en birtist í líkama kvensæborgar), en Motoko kemur til bjargar. Enn
leiðir þetta svo til umræðu um mörk mennsku og vélrænu. Slík mörk eru
líka til umræðu í sögunum um Alitu, en þar búa hinir ómennsku og
hálfmennsku - sæborgirnar - á ruslahaugunum, meðan mennirnir búa í
40 Enska þýðingin kom út árið 1995. Sama ár kom út anime-mynd byggð á sögunum
og árið 2003 skrifaði Shirow framhaldsbók byggða á anime-þáttaröð með aðal-
söguhetjunni. Sú þáttaröð er erm framleidd og nýtur mikilla vinsælda.
41 Það er þekkt staðreynd úr sögu bandarískra myndasagna að þegar farið var að
framleiða sögur með kvenhetjum þurftu þær að vera flottar, því Iesendahópurinn var
að stórum hluta karlkyns. Og þó lesendahópur manga sé ekki síður kvenkyms virðist
þessi gamla góða regla enn eiga við. Sjá t.d. Les Daniels, Marvel: Five Fabulous De-
cades oftbe World's Greatest Cotuics, New York: Harry N. Abrams, Lnc. Publishers,
1991.
96