Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 99
HVERS-KYNS SÆBORG?
himnaborg sem flýtur fyrir ofan. Þ\i' virðist í fyrstu sem þessum tveimur
hópum sé haldið vandlega aðskildum. Meginmál og útgangspunktur
sögunnar hafiia þó slfkrí aðgreiningu, því ekki aðeins er Ahta - og aðrar
sæborgir - mun ‘mennskari’ (þ.e. tilfinningaríkari) en mennimir í borg-
inni, heldur kemur í ljós að þeir eru afls ekki menn, heldur einskonar
ranghverfar sæborgir, með mennskan flkama, en tölvukubb í stað heila.
Ahta verður síðan í lok sögunnar, rétt eins og Terminatorinn, að milhlið
milli þessara tveggja þjóðfélagshópa.42
Cyborg-myndirnar þrjár (Albert Pyun 1989, Michael Schroeder 1993,
1994) eru einskonar fátækar frænkur Termmator-mynázim'í. Myndimar
gerast í framtíðinni og em undir miklum áhrifum frá Terminator og Blade
Rnnner, en þær era hreinræktaðar B-myndir og söguþræðimir snúast
alflr um kvenhetjur. Þriðja myndin þallar um kven-sæborgina Cash, sem
er eitthvað lasin og leitar til sæborga-læknis. I ijós kemur að hún er ólétt.
Og hér hefjast svo miklir kvenlegir og véhænir komplexar. Fyrstu við-
brögð Cash em að losna við þessa vera sem dregur úr krafti herrnar, en
eins og góðar konur í amerískum kvikmyndum þá uppgötvar hún fljót-
lega að byrðin er blessun og stöðvar fóstureyðinguna. Myndin fjallar svo
um það hvernig illir sæborga-veiðarar (einskonar ‘blade runners’ nema
sjálfstætt starfandi) komast að ástandi Cash og ætla sér að græða á henni
og baminu. Cash flýr á vit dularfulls samfélags bilaðra sæborga, sem taka
henni tveim höndum og sjá í henni - og afkvæmi hennar - framtíð
sæborgar(þjóðar)innar.
Þrátt fyrir að hér sé dæmi um kvensæborg sem er bundin í hefð-
bundið kvenhlutverk þá er einhver skringilegur femínískur undirtónn í
myndinni - og myndunum öllum - þótt ekki væri nema vegna þess að
lögð er svona mikil áhersla á kvenhlutverkin og þar með mikflvægan hlut
kvenna í samfélagi sæborga.
Frægasta kvensæborgin og formóðh allra sæborga í kvikmyndum og
myndmáli er auðvitað áðumefhd vélvera hinnar klassísku framtíðar- og
borgarmyndar Metropolis (Fritz Lang 1927). Ahrif myndarinnar á útlit
og umhverfi vísindamynda og sérstaklega sæberpönk-kvikmynda verða
seint vanmetin, en Metropolis fjallar um samfélag framtíðarinnar sem
birtist í borginni Metropolis. A yfirborðinu býr ríka og fallega fólkið og
nýtur flfsins, en undir borginni knýja örmagna verkamenn vélvirki borg-
42 Þetta mætti líka taka marxískum tökum, því augljóslega er um bókstaflega stétta-
skiptingu að ræða - sumir á haugunum, aðrir á himnum.
97