Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Qupperneq 103
HVERS-KYNS SÆBORG?
kvenhlutverki sínu og gleymir að vernda börnin. María er mikil barna-
gæla, en þegar Vél-María æsir verkafólkið til uppreisnar þá gleymast
börnin og farast næstum þegar vélamar hrynja og flóðbylgja skellur á
undirheimum borgarinnar (en er bjargað af Maríu og Freder). Þetta at-
riði er í takt við kenningar Donnu Haraway sem sér sæborgina sem leið
útúr hefðbundnum fjölskyldumynstrum feðraveldisins; hún fjölgar sér
ekki eftir hefðbundnum leiðum kynæxlunar innan kjarnaíjölskyldunnar
heldur endumýjar sig eins og salamöndrur og önnur skriðdýr sem geta
látið sér vaxa nýja útbmi eftir þörfum. I þessu ljósi er ástæða til að skoða
á ný hina bamshafandi sæborg í Cyborg 3. Þótt vissulega megi skoða hana
sem skýra birtingarmynd hefðbundinna kvenlegra gilda, að því leyti að
hún er beinlínis neydd til að ganga með barn og uppfylla móður-
hlutverkið, þá verður líka að taka mið af því að konan er eftir alltsaman
vélkona, sæborg. Fóstrið fellur því nokkuð langt utan hins hefðbundna
kjarnafjölskyldumynsturs, það á engan föður og er að auki bókstaflega
glasabarn, því það vex í hylki sem þegar á líður þarf að fjarlægja úr lík-
ama sæborgarinnar og geyma annarsstaðar. Hún nærir það svo með því
að tengja einskonar naflastreng úr líkama sínum í hylkið. Sem slíkt er
þetta sæborgarfóstur því áhrifamikil táknmynd ýmisskonar ‘gervi’-frjó-
semi samtímans, allt frá glasabörnum, tæknifrjóvgunum og móður-stað-
genglum, til klónaðra og ræktaðra afkvæma. Og þessi frjósemi gengur
þvert á kjamafjölskyldumynstrið, því hún er möguleg utan þess (þótt
áherslan sé mikil á að afmarka hana innan þess).50
Spumingin um mörk mennskunnar og vélrænunnar er ávallt undir-
Hggjandi þegar börn koma til sögunnar, en eitt af því sem talið er til skil-
greiningar á lífi er hæfileikinn til að fjölga sér.51 Því má segja að áhuga-
50 Um þetta hefur verið mikil og áhugaverð umræða og hafa fleiri en einn bent á að
með tilkomu klónanna í sambland við tækniffjóvganir verði erfitt að viðhalda
hefðbundnum fjölskyldumynstrum, að konur muni gera karla óþarfa, auk þess sem
samkynhneigðir hafi aukna möguleika til að eignast afkvæmi (lesbíurnar standa þó
sýnu betur). Sjá um þetta greinar í Clmes and Clones: Facts and Fantasies About Hu-
man Cloning, ritstj. Martha C. Nussbaum og Cass R. Sunstein, New York og Lon-
don: W. W. Norton & Company, 1998 og The Human Embrymic Stem Cell Debate:
Science, Ethics, and Pitblic Policy, ritstj. Suzanne Holland, Karen Lebacqz og Laurie
Zoloth, Cambridge, Massachusetts og London: The MIT Press, 2001.
51 Sjá t.d. Geoff Simons, Are Computers Alive? Evolutim and New Life Forms, Basel og
Boston: Birkhauser, 1983, sem leggur mikla áherslu á þetta atriði í rökræðu sinni um
hvort tölvur og róbótar geti talist til lífvera.
IOI