Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Qupperneq 104
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
leysi Vél-Maríu gagnvart bömunum sé táknrænt f\TÍr ómennsku hennar,
þveröfugt við hæfileika Cash til að fjölga sér, sem er tdl marks um nýja
og betri stöðu sæborganna. Hér birtist einnig togstreita í skilgreiningum
á mennsku, því ómennska og bamvonska Vél-Maríu er það sem losar
hana út úr höftum feðraveldisins, meðan móðurhlutværk Cash er að ein-
hverju leyti merki um kúgun kvenna. Þessi dæmi varpa því enn frekara
ljósi á vangaveltur Haraway um nýjar skilgreiningar á mennsku í tengsl-
um við sæborgina, skilgreiningar sem verðm að losa úr fari karlveldisins
og beina inn á nýjar brautir.
Þær spumingar um kynferðislega hlutgemngu og móðmhlutverk
sem ofangreind dæmi draga fram era vissulega mikilvæg atriði sem ber
að hafa í huga þegar ímyndir kvensæborga era skoðaðar og því varasamt
að hafna áhrifmn shkra á einföldum femínískum forsendum, einsog til-
hneigingin hefm verið.52 Þegar nánar er að gáð leynist kraftm í mynd-
málinu sem auðveldlega má virkja í þágu femínismans, en einsog Donna
Haraway bendir á er sh'k virkjun mikilvæg, því sæborgin er í sjálfu sér
ekki endilega femínísk eða róttæk. Samkvæmt Haraway býðm sæborgin,
sem dæmi um nýja tegund tilvistar, uppá ýmsa möguleika, en til að þeir
verði að veruleika þarf að vinna með þá og virkja.
Og þrátt fyrir að femínískm aflvaki leynist - eða rétta sagt sé augljós
- í sæborginni má heldm ekki hafiia þeim mótsögnum sem ávallt fýlgja
ímyndinni. Eins og bent var á í tengslum við japönsku manga-sæborg-
irnar, Alitu ogMotoko, þá fylgja sæborginni alltaf k\mferðislegir undir-
tónar konunnar sem sjónrænnar naumar. Þannig er hún greinilegt dæmi
um erótíseringu vélarinnar sem óvirks viðfangs flinkra karla, samanber
greiningu Ulfs Mellström, erótíseringu sem segja má að Vél-María upp-
fýlli fullkomlega. En enn á ný verðm að hafa í huga að hin stöðuga tog-
streita milli óvirkni og virkni, sem þessar erótíseringar fela í sér, grefur
undan einföldum lestri á myndinni, togstreita sem skapast þegar hið
52 Dæmi um höfnun femínískra fræðikvenna á Uenhetjum eru ótrúlega mörg, miðað
við hvað kvenhetjur eru enn sem komið er tiltölulega fáar. Þekktasta dæmið er Rip-
ley, kvenhetja Alien, sem leilán er af Sigoumey Weaver, en henni var í fyrstu tekið
sem öflugri fyrirmynd en síðar hafnað á þeim forsendum að í lok mtmdarinnar er
hún orðin fáklædd og þar með smættast allur hennar kvenhetjuskapur niður í að
verða sjónræn nautn. Sjá um þetta í bók Yvonne Tasker, Spectamlar Bodies: Gender,
Genre and the Action Cinema, London og New York: Routledge, 1993 og bók Bar-
böru Creed, The Monstrous-Feminine: Film, Feminism, Psychoanalysis, London og
New York: Roudedge, 1993, bls. 23.
102