Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 120
SVANUR KRISTJÁNSSON
skipt í tvo flokka efdr greiðslum þeirra í bæjarsjóð. Efsti fimmtungur kjós-
enda kaus minnihluta bæjarfulltrúa en allir kjósendur völdu meirihluta
fulltrúa. Þannig hafði efsti fimmtungurinn í reynd tvöfaldan kosninga-
rétt.
Staða bæjarfógeta í stjórnskipun Reykjavíkur var mjög sterk og segja
má að hann hafi haft alla þræði í hendi sér. Hann fór bæði með dóms- og
framkvæmdavald fyrir hönd konungs og gegndi jafhframt hlutverki bæj-
arstjóra. Að auki var bæjarfógeti oddviti bæjarstjórnar með fullan at-
kvæðisrétt til jafns við kjörna bæjarfulltrúa. Samkvæmt 12. gr. tilskip-
unarinnar var bæjarfógeta falið víðtækt efdrlitshlutverk með ákvörðunum
bæjarstjórnar og gat fellt þær úr gildi ef hann taldi þær ólöglegar eða
skaðlegar fyrir kaupstaðinn. Aliti hann að ákvörðun bæjarstjórnar „miði
til að færast undan skyldum þeim, er á kaupstaðnum hvíla“, bar honurn
einnig skylda til að ógilda hana. Akvörðun bæjarfógeta um ógildingu
skyldi senda landshöfðingja, sem staðfesti hana eða synjaði henni.6
Arið 1883 samþykkti Alþingi tvenn lög um bæjarstjórnir, ein fyrir
Akureyri og önnur fyrir Isafjörð og staðfesti konungur hvor tveggja.'
Lögin voru í meginatriðum sniðin eftir tilskipuninni um stjórnskipulag
Reykjavíkur ffá 1876. Bæjarfógetar á stöðunum þremur höfðu þannig
sömu lykilstöðu í öllu stjórnkerfi bæjarfélaganna. Ymislegt var samt
ólíkt. Áísafirði var kjörtímabil bæjarfulltrúa t.d. jafnlangt og í Reykjavík,
sex ár, en helmingi styttra á Akureyri. Hvorki á Akureyri né á Isafirði var
kjósendum skipt í flokka eftir efnahag, eins og gert var í Reykjavík. Segja
má að grunnur stjórnskipunar í bæjunum þremur hafi verið sambland af
embættismannavaldi, fulltrúastjórn og fulltrúalýðræði. Utfærslan var
síðan með nokkuð mismunandi hætti. Athyglisvert er að engin rödd
heyrðist um að sníða ætti almenna löggjöf um sveitarstjórnir. Samstaða
virðist hafa ríkt um að eðlilegt væri að setja einstök lög um stjórn hvers
bæjarfélags.
Lögin um Akureyri og Isafjörð voru sett að ffumkvæði heimamanna,
rétt eins og Reykjavíkurtilskipunin áður. Einar Asmundsson flutti á þingi
1881 frumvarp um stjórnskipun Akureyrar en heimamenn höfðu samið
frumvarpið og fengið þingmann sinn til að flytja á Alþingi. Einar mælti
fyrir frumvarpinu og lagði áherslu á að það væri samið af heimamönn-
6 Sama heimild, bls. 339.
7 Stjórnartíðindifyrir ísland A (1883), bls. 52-65, bls. 66-81.
Ii8