Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 121
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
um.8 í því voru ýmis nýmæli. F.kki var gert ráð fýrir skiptingu kjósenda
efdr efnahag og konur skyldu hafa kosningarétt og kjörgengi til jafns við
karla. Ef bæjarfulltrúa væri vikið úr bæjarstjóm af öðrum bæjarfulltrúum
mættd hann skjóta máli sínu til almenns borgarafundar sem kvæði upp
endanlegan úrskurð um brottvikninguna með atkvæðagreiðslu.
Frumvarpinu var vísað til þriggja manna nefndar. Hún skilaði ein-
róma niðurstöðu: „[Hjefur nefndin varazt að breyta þeim atriðum í
frumvarpinu, sem henni er kunnugt um að bæjarstjóm Akureyrar ein-
dregið vildi hafa frábragðið bæjarstjómarlögum Reykjavíkur, þó að nefnd-
in sjálf væri ekki fylblega samþykk skoðtm bæjarstjómar í því efni.“9
Framsögumaður, Magnús Stephensen, hóf ræðu sína með því að vísa til
stjómarskrárinnar: „Samkvæmt 58. gr. stjómarskrárinnar er það fýrirheit
gefið, að rjettur sveitaríje 1 aganna til að ráða sjálf málefnum sínum með
tilsjón stjómarinnar skub skipaður með lagaboði.“10 Enginn þingmaður
mótmælti því viðhorfi nefndarmanna að hvert sveitarfélag ætti stjóm-
arskrárvarinn rétt til sjálfstjómar „með tilsjón stjómarinnar“. Þing-
mönnum bæri að fýlgja vilja heimamanna, einkum ef almennur vilji kjós-
enda á borgarafundum og bæjarstjómar hneig í sömu átt.
I meðförum Alþingis var ýmislegt í Akureyrarfrumvarpinu fært til
samræmis við stjómskipun Reykjavíkur, en öll róttæku ákvæðin héldust
óbreytt. Alþingi samþykkti tillögu nefndarinnar samhljóða. Margir þing-
menn vora samt augljóslega ekki sáttir. Þeir vildu ekki greiða atkvæði
gegn frumvarpinu en létu í ljós andstöðu sína með hjásetu. Þannig
greiddi einungis helmingur þingmanna í efri deild atkvæði með ákvæði
um að almennur borgarafundur hefði úrskurðarvald um brottvikningu
bæjarfubtrúa úr bæjarstjóm.11
Með bréfi 3. október 1881 sendi landshöfðingi Akureyrarfrumvarp
Alþingis tb ráðgjafa konungs fýrir Island í Kaupmannahöfn.12 Ráðgjafinn
svaraði landshöfðingja ekki fyrr en 23. maí 1882 og tbkynntd að konung-
ur neitaði að staðfesta ffumvarpið. I rökstuðningi ráðgjafans kom fram
að dönsk stjómvöld sjái enga ástæðu tdl þess að stjóm Akureyrar sé með
öðrum hætti en ákveðið var um Reykjavík 1872. I fýrri umræðum á
8 Alþingistíðindi B (1881), bls. 555.
9 Alþingistíðindi A(1881), bls. 378.
10 Alþingistíðindi B (1881), bls. 555.
11 Sama heimild, bls. 560.
12 Stjómartíðindi jyrir ísland B (1882), bls. 96.