Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 122
8VANUR KRISTJANSSON
Alþingi um kosningar til sveitarstjóma hafi þingmenn beinlínis hafhað
hugmyndum um kjörgengi k\*enna og „virðist ekki vera ástæða til að
gjöra undantekningu ffá þessari reglu konum í einu sveitarþelagi í
hag“.13 Islandsráðgjafinn boðaði jafiiframt að stjómarfrumvarp mn stjórn
Akureyrar yrði lagt fyrir þingið árið 1883. Alþingi samþykkti síðan það
frumvarp og konungur staðfesti.14 Þar var tekin upp ein af tillögum
AkuretTarfrumvarpsins frá 1881, þ.e. að kjörtímabil bæjarfulltrúa væri
þrjú ár. Stjómin hafnaði hins vegar róttækusm hugmjmdunum unt
kjörgengi kvenna og að almennur borgarafundm' hefði lokavaldið um
brottvísun bæjarfulltma.
A Alþingi 1893 var lagt fram frumvarp til laga um bæjarstjórn á Seyð-
isfirði. I nefhdaráliti sagði m.a.: „Fmmvarp það sem hjer mn ræðir er að
öllu leyti stílað efdr lögum um bæjarstjórn á Akureyri 8. okt. 1883, með
nauðsynlegum orðabreyringum.“1:> Um aldamótin 1900 vom því í gildi
sérstök lög um bæjarstjórn í fjórum kaupstöðmn, þ.e. í Reykjavík (1872),
á Akureyri (1883), ísafirði (1883) og Seyðisfirði (1894). Þegar á heildina
er lirið varð greinileg þróun í átt til lýðræðis í bæjarfélögmn á síðasta
hluta 19. aldar:
1) Kröfur um aukið lýðræði komu frá heimamönnum.
2) Hugmyndir um sjálfstjórn heimamanna rirðast almennt hafa ver-
ið ríkjandi ákvæði í stjómarskrá fyrir Island árið 1874 (58. gr.) og
styrktu tilkall sveitarfélaga til þess að rnóta eigið stjórnskipulag.
3) Stjórnkerfi landsins var mjög flókið og ógagnsætt. Málsmeðferðin
var hins vegar formleg og talsvert málefnaleg, eins og Akureyr-
ingar komust að. Á stundum réð rihdljun og jafnvel misskilningm'
niðurstöðunni. Þannig fengu Isfirðingar rangar upplýsingar um
ástæður þess að konungur neitaði að staðfesta Akureyrarh'iim-
varpið frá 1881. Isfirðingar hættu við að gera tillögu um að kjör-
tímabil bæjarfulltrúa jnði þrjú ár; töldu að þá myndi konungm
neita að staðfesta frumvarpið um Isafjörð.16 Þeir báðu ]nrí mn og
fengu sex ára kjörtímabil bæjarfulltrúa. Dönsk stjórnvöld lögðu
13 Sama heimild, bls. 96.
14 Stjómartíðindifyrir ísland A (1883), bls. 52-65.
15 Alþingistíðijidi C (1883), bls. 476: StjómartíðindiJytir ísland A (1883), bls. 52-65.
16 Jóh. Gunnar Olafsson, Bæjarstjóm Isafjarðarkaupstaðar eitt hundrað ára, ísafjörður:
ísafjarðarkaupstaður, 1966, bls. 559.
120