Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 125
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
Blaðamannafélagið til almenns borgarafundar um kosningarétt til
bæjarstjómar en Bríet var í félaginu sem ritstýra Kvennablaðsins. Guð-
mundur Bjömsson landlæknir og þingmaður var fiummælandi. A fund-
inum vora m.a. samþykktar tillögur þess efnis að allir fullveðja menn,
jafnt konur sem karlar, fengju kosningarétt í bæjarmálum, einnig giftar
konur þótt þær væm ekki fjár síns ráðandi.25 Fundurinn vildi einnig af-
nema tvískiptingu kjósenda og að kjörtímabilið yrði þrjú ár og yrði þriðj-
ungur bæjarfulltrúa kosinn á hverju ári. Kjarninn í þessum tillögum var
reyndar hinn sami og Akureyringar höfðu samþykkt á almennum fundi
árið 1881 og konungur neitað staðfestingar, eins og áður hefur komið
fram.
I umræðum á Alþingi kom fljótt fram djúpstæður ágreiningur þing-
manna um hversu langt skyldi ganga í lýðræðisátt. Neðri deild samþykkti
að í kosningum til bæjarstjómar í Reykjavík skyldu alhr fulltíða menn,
karlar og konur, hafa jafhan kosningarétt og kjörgengi. Þingmenn efri
deildar vom sammála um að hafha tillögu neðri deildar en fylgdu tillögu
borgarafundarins um verulega rýmkun kosningaréttar. Þannig fengu
konur kjósenda kosningarétt og kvenkjósendur vora einnig kjörgengir
þótt þeim væri heimilt að skorast undan kosningu.26
Samkvæmt frumvarpinu átti að stofna sérstakt embætti borgarstjóra í
Reykjavík og skyldu laun hans greiðast úr bæjarsjóði. Þar með féllust
Reykvíkingar á sjónarmið meginþorra þingmanna og fými ágreiningur
milh bæjarstjómar og Alþingis var úr sögunni. Þingmenn hreyfðu heldur
ekki neinum andmælum gegn tillögu um borgarstjóra en í umfjöllun Al-
þingis kom hins vegar fram djúpstæður ágreiningur um með hvaða hætti
skyldi kjósa hann.2/ I þessum deilum um lýðræði vora þingmenn Reyk-
víkmga, þeir Guðmundur Bjömsson og Tryggvi Gunnarsson, á öndverð-
um meiði þótt þeir hefðu sameinast um að flytja frumvarpið. Tryggvi
vildi helst viðhalda skiptingu kjósenda efdr efnahag og var mjög and-
snúinn jöfiium kosningarétti og beinni kosningu borgarstjóra:28
25 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur, bls. 415.
26 Upphaflegt frumvarp er að finna í Alþingistíðindum A (1907), bls. 441-443, úrslit at-
kvæðagreiðslu í neðri deild í Alþingistíðindum B (1907), d. 2560 og atkvæðagreiðslu
um frumvarpið í efri deild í Alþingistíðindum B (1907), d. 2562. Endanlegt frumvarp
er að finna í Stjómartíðindum jýrir Island A (1907), bls. 514—519.
27 Sbr. umræður í neðri deild í Alpingistíðindum B (1907), d. 2535-2566.
28 Alþingistíðindi B (1907), d. 2546.
I23