Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 127
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
Auk Tryggva Gunnarssonar töluðu þrír aðrir þingmemi Heimastjómar-
flokksins eindregið gegn heinni kosningu borgarstjóra. Bjöm Bjamason og
Pe'tur jfónsson mæltu með því að bæjarstjóm en ekki bæjarbúar kysi borgar-
stjóra. Þá benti Þórhallur Bjamarson réttilega á að bæjarstjóm Reykjavíkur
hefði ekki ályktað og óskað efrir beinni kosningu borgarstjóra og and-
stæðingar tillögunnar væra þar af leiðandi ekki að ganga gegn vilja
Reykvíkinga. Almennt væri affarasælast að gera ekki róttækar breytingar
á stjómarfari og því ekki skynsamlegt að gera tvennt í senn: rýmka
kosningaréttinn í Reykjavík og taka upp beina kosningu borgarstjóra.33
I atkvæðagreiðslunni var tillagan um beina kosningu borgarstjóra í
Reykjavík naumlega felld með tíu atkvæðum með en 11 á móti. Urshtum
réð að einum flutningsmanna tillögunnar, Pétri Jónssyni, hafði snúist
hugur og greiddi hann því atkvæði gegn eigin tillögu. Pétur sagði um-
ræðuna hafa breytt skoðunum sínum. Fulltrúalýðræðið væri miklu æski-
legra en beint lýðræði. Ráðherra Islands væri ekki valinn beint af kjós-
endum og ekki væri heldur ástæða til að kjósendur í Reykjavík kysu sjálfir
borgarstjóra heldur væri eðlilegast að bæjarstjómin veldi hann.34
Ekki er hægt að greina skýrar flokkslínur í afstöðu þingmanna. Stuðn-
ingsmenn tillögunnar komu bæði úr Heimastjómarflokki (7) og Þjóð-
ræðisflokki (4). Níu Heimastjómarmenn vora á móti ásamt þremur þing-
mönnum stjómarandstöðumnar. Freistandi væri að álykta sem svo að
ágreiningur um beina kosningu borgarstjóra hafi fýrst og ffemst verið af
persónulegum toga. Þannig hafi hörðustu andstæðingar tillögunnar kom-
ið úr hópi nánustu samverkamanna Hannesar Hafstein í Heimastjóm-
arflokknum en stuðningsmennimir verið þeir sem áttu í innanflokks-
deilum við Hannes.35 Sennilegra er þó að flokkamir tveir hafi ekki
endurspeglað þann ágreining um lýðræði sem fyrst og síðast réð afstöðu
þingmanna til tillögu um beina kosningu bogarstjóra í Reykjavík. Þar
tókust á stuðningsmenn beins lýðræðis annars vegar og hins vegar þeir
sem aðhylltust óskorað fulltrúalýðræði.
Að fenginni heimastjóm var ekki lengur spurt hverju menn vom á
3} Sama heimild, d. 2557-2558.
34 Sama heimild, d. 2553—2554.
35 Um deilur í Heimastjómarflokknum, sjá Guðjón Friðriksson, Eg elska þig stormur.
Ævisaga Hannesar Hafstein, Revkjavík: Mál og menning, 2005, t.d. bls. 484, 498,
570-571, 598-599.
I25