Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 129
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
ráðherra og nánustu stuðningsmenn hans studdu tillöguna um beina
kosningu borgarstjóra. Hannes Hafstein, sem tapaði ráðherradóminum
1909, var á móti og ýmsir af helstu samstarfsmönnum hans sömuleiðis.
Ahugaleysi á þingi 1912
Á Alþingi 1912 gengu langflestdr þingmenn í einn og sama flokkinn,
Sambandsflokkinn, og Hannes Hafstein varð ráðherra öðru sinni. Einn
af fáum þingmönnum utanflokks var Benedikt Sveinsson sem flutti til-
lögu um að borgarstjórinn í Reykjavíkyrði kosinn beinni kosningu, starf-
ið yrði auglýst og kosið á milli umsækjenda.40 I framsöguræðunni vísaði
Benedikt til þess að á þingmálafundum í Reykjavík árið 1910, sem voru
hinir fjölmennustu sem haldnir höfðu verið, var í einu hljóði samþykkt
að breyta kosningalögunum í þessa átt. Þá kvað hann beina kosningu
borgarstjóra venju í sumum hinum mestu menningarlöndum. Jafnframt
„er ennfremur ástæða með því, að borgarstjóri sé gjörsamlega óháður
bæjarstjóm, að nú er mjög kvartað yfir því, að í bæjarstjóm séu spekúl-
antar, kaupmenn og leverandörar, sem viðskipti eiga við bæjarstjóm-
ina“.41
Eftir ræðu Benedikts reis Jóhannes Jóhannesson upp og sagði að
þingið 1907 hefði tahð að bein kosning borgarstjóra væri ekki heppileg
og harrn byggist við „að hið sama verði uppá teningnum nú“.42 Hann
reyndist sannspár. Margir þingmenn höfðu ekki einu sinni áhuga á að
fjalla um máhð í nefnd eða ræða það yfirleitt. I atkvæðagreiðslu var til-
lagan felld með 12 atkvæðum gegn níu.43
Þingmenn snúast 1913
Á þinginu 1912 héldu þingmenn sig yfirleitt við afstöðu sína frá fyrra
þingi til tillögunnar um beina kosningu borgarstjóra. Annað varð hins
vegar uppi á teningnum á þinginu 1913 er Láras H. Bjamason flutti til-
lögu þessa efiús ásamt þeim Benedikt Sveinssyni og Matthíasi Olafssyni,
40 Alþingistíðindi A (1912), bls. 329-330.
41 Sama heimild, d. 650.
42 Sama heimild, d. 650-651.
43 Sama heimild, d. 651-652.
I27