Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 133
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
þetta starf á hendur, án minstu vissu um að mega halda því lengur en 6
ár“.
4) Ef bæjarstjórnin veitti stöðuna gæti hún fengið hæfan mann til þess
að sækja um.
5) Ef allir kysu borgarstjórann gæti farið svo að margir góðir menn
gæfu ekki kost á sér sem bæjarstjórnin gæti fengið í starfið.
6) Þegar miklar deildur væru í stjómmálum og barist um borg-
arstjórastöðuna, Kkt og gerðist í þingmannakosningu, „getur því vel far-
ið svo, að besta borgarstjórnarefnið nái ekki kosningu“.
7) Einungis væri kjörinn V3 fulltrúa í bæjarstjórn, annað hvert ár. I
bæjarstjórn sætu ábyrgir menn sem gæti sín betur á vali á borgarstjóra
„en kjósendafjöldmn ef æsing hleypur í kosningar“.
8) Ef borgarstjóri væri kosinn beinni kosningu væra líkur á að stjóm
bæjarins yrði óábyrgari og álögur miklar. Því þyrfti að hækka laun emb-
ættismanna sem byggju í Reykjavík. Síðan þyrfd að hækka tekjur lands-
sjóðs með auknum álögum á landsmenn. Erm fremur yrði skólanám dýr-
ara fyrir æskulýðinn en í Reykjavík væru alhr helstu skólarnir.
Guðmundur Bjömsson mælti fyrir nefndaráhtinu í efri deild. Afstaða
hans var allt önnur en á þinginu 1907 þegar hann var fyrsti flutnings-
maður tillögu um beina kosningu borgarstjórans í Reykjavík. Þá var
Guðmundur einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og kjörinn á
þing fyrir Reykjavík. Nú var Guðmundur hins vegar konungkjörinn
þingmaður en í reynd vabnn af ráðherranum Hannesi Hafstein og hon-
um mjög handgenginn í Heimastjómarflokknum. I umræðunum í efri
deild tókust á heimastjómarmenn sem vora frumvarpinu andvígir og
þingmenn Sjálfstæðisflokks sem vom mjög meðmæltir. Deilan var hörð.
Þingmönnum var vel ljóst að um ósættanlegan ágreining var að ræða,
tekist var á um tvær „ævagamlar“ stefitur, eins og Guðmundur Björnsson
komst að orði: „Onnur stefhan er sú að alþýðan kjósi fidltrúa til að ráða
málum sínum til lykta, en hin stefnan miðar að því, að alþýðan ráði sjálf
beinlínis öllum sínum málum.“59
Atkvæði féllu einnig að mestu leyti eftir hreinum flokkslínum í efri
deild því að sjö af átta heimastjómarmönnum greiddu atkvæði á móti,
þar af fjórir konungkjömir þingmenn. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks
vom með tillögunni. Einn sjálfstæðismaður, sr. Björn Þorláksson, var á
móti. Heimastjómarmaðurinn Júlíus Havsteen, konungkjörinn þing-
59
Alþingistíðindi B II (1913), d. 945.