Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 135
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
ig að upphaflegri breytingu á lögum um bæjarmálefiú Reykjavíkur: „Það
mun hafa verið tilgangurinn með lagabreytingunni 1907, að gefa Reykja-
vík meiri sjálfstjóm en áður. Sú sjálfstjórn er ekki fúllkomin, meðan borg-
arar bæjarins fá ekki að kjósa sér borgarstjóra.“62
Engar umræður urðu um ffumvarpið og neðri deild samþykkti það
með 18 atkvæðum gegn einu.63 Björrúnn var hins vegar ekki unninn því
efri deild þurfti einnig að ljá málinu brautargengi. Þar sátu sömu kon-
ungkjömu þingmenn og árið áður þegar deildin felldi frumvarpið með
þriggja atkvæða mun (8:5). Stuðningsmenn ffumvarpsins gátu þó bundið
vonir við hina kjömu þingmenn sem vom átta talsins og allb utan einn
í Sjálfstæðisflokki. Sameinaðir gátu kjömir þingmenn ráðið gangi máls-
ins gegn sex konungkjömum.
I umræðum í efri deild kom glöggt fram að engar málamiðlanir vora
mögulegar, ágreiningurinn um grundvallaratriði var einfaldlega óbrúan-
legur. 64 Samkvæmt málsvörum tillögunnar um beina kosningu borgar-
stjóra lá máflð ljóst fyrir. Reykvíkingar vildu kjósa sinn borgarstjóra sjálf-
b. Slík krafa hafði verið samþykkt á þingmálafundum í bænum ár eftb
ár. Meirihhiti bæjarstjómar var sama sinnis. Einnig vora færð rök fyrir
tillögunni í nafni lýðræðis. Hákon Kristófersson orðaði þessa hugsun
m.a. þannig:65
Hingað til hefir bæjarstjómin kosið borgarstjóra, en eftb frv.
eiga albr atkvæðisbærb menn að gjöra það. Það er undarlegt,
ef alhr bæjarbúar hafa ekki vit á að kjósa í þetta embætti eins
vel og nokkrir menn. Sje svo, að sú staðhæfing sje á rökum
bygð, að kosningin fari betur úr hendi hjá bæjarstjórninni, sem
samanstendur einungis af 15 mönnum, heldur en ef allir at-
kvæðisbærb bæjarbúar kjósa, þá sje jeg ekki betur en að það sje
vantraust á heilbrigða hugsun bæjarbúa.
Guðmundur Bjömsson flutti langa og ítarlega ræðu gegn ffumvarpinu
og útskýrði m.a. sinnaskipti sín frá þinginu 1907.66 Hann sagði að trú á
62 Alþingistíðindi B IH (1914), d. 327.
63 Sama heimild, d. 329.
64 Alþingistíðindi B II ((1914), d. 103-129.
65 Sama heimild, d. 104.
66 Sama heimild, d. 110-119. Guðmundur gaf ræðima einnig út sem bók: Guðmundur
Bjömsson, Vinrakt vandamál þings og þjóðar, Reykjavík, 1914.
H3