Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 137
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
Svipað vantraust á kjósendur kom einnig fram hjá Guðmundi Björns-
syni, eins og áður er getið. Guðmundi var hafnað í þingkosningum árið
1908 eftir óvenju svæsna kosningabaráttu, þar sem stuðningsmenn Upp-
kastsins, þar á meðal Guðmundur, voru úthrópaðir sem landráðamenn
af öflugustu blöðum landsins. Ef til vill átti sú reynsla sinn þátt í sinna-
skiptum Guðmundar.
Samþykkt Alþingis 1914 á frumvarpinu um beina kosningu borgar-
stjóra sýndi mikinn þunga á bakvið lýðræðiskröfur Islendinga. Eftir langa
baráttu vann fýlkingin sem vildi beint lýðræði sigur í báðum deildum
þingsins. I upphafi umræðunnar í efri deild um frumvarpið sagði Hákon
Kristófersson m.a.: „Það sýnist horfa undarlega við, að samtímis því, að
ráðgert er að fjölga kjósendum bæði í þessu bæjarfjelagi og öðrum
hjeruðum landsins, að þá skuli þeim sömu mönnum ekki gefinn kostur á
að neyta þess rjettar í sem allra flestum tilfellum."'2 Þetta var orðin mjög
útbreidd skoðun meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar
tillögunnar um beina kosningu borgarstjórans voru komnir í harla erfiða
stöðu á þingi og áttu bágt með að verja þá afstöðu að standa gegn
ítrekuðum kröfum Reykvíkinga um almenna kosningu borgarstjórans.
Konungur staðfesti lög um beina kosningu borgarstjóra í Reykjavík
30. nóvember 1914.73 I maímánuði sama ár hafði borgarstjórn Reykja-
víkur kosið á milli þriggja umsækjenda um embætti borgarstjóra. Bein
kosning borgarstjóra gat því ekki farið fram fyrr en að loknu sex ára kjör-
tímabfii, þ.e.a.s. árið 1920. Þá var kosið beinni kosningu á milli tveggja
frambjóðenda, Knuds Zimsen og Sigurðar Eggerz. Knud sigraði eftir
mjög harða kosningabaráttu.74 Sjálfkjörið var í stöðu borgarstjóra árið
1926. Tvær umsóknir bárust, önnur ffá Knud Zimsen og hin frá Alþýðu-
flokksmanninum Ingimar Jónssyni skólastjóra. Kjömefnd úrskurðaði
ffamboð Ingimars gilt en stjórnarráðið var ekki á sama máli þar sem
hann ætti ekki lögheimili í Reykjavík og væri því ekki kjörgengur.75 Lög-
in um beina kosningu borgarstjóra í Reykjavík urðu fyrirmynd að al-
skylt væri að veita honum embættið. „Lög um veitingu prestakalla" tóku gildi árið
1907, sbr. Stjórnartíðindi fyrir Island A (1907), bls. 168-177. Lögin voru að mestu
óbreytt frá 1886 nema fyrri takmörkunin var felld niðm.
72 Alþingistíðindi B II (1914), d. 104.
73 Stjómartíðindifyrir Island A (1914), bls. 64—66.
74 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur, bls. 418 og 425.
75 Knud Zimsen borgarstjóri áfrýjaði úrskurði kjömefndar til ráðherra, sbr. Lúðvík
Kristjánsson, Við jjörð og vík, Reykjavík: Helgafell, 1948, bls. 209.
x35