Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 139
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
sem körlum. Þannig samþykkm þingmálafondir í Reykjavík nær einróma
ár efdr ár kröfuna um beina kosningu borgarstjóra.
Andstaðan gegn beinu lýðræði kom einkum úr tveimur áttum. Kon-
ungsvaldið beitti sér gegn öllum óskum um meira lýðræði í stjóm ís-
lenskra bæjarfélaga heldur en tíðkaðist í Danmörku fýrir tíma Heima-
stjómar. Fulltrúum konungs þótti hins vegar eðlilegt að vinna með
heimamönnum að sérlögum fýrir hvern kaupstað: Reykjavík, Akureyri,
Isafjörð og Seyðisfjörð. Þegar heimastjórnin komst á unnu einkum mál-
svarar fulltrúalýðræðis gegn framrás beins lýðræðis. Lengst af var innsti
kjaminn í flokki Hannesar Hafstein, Heimastjórnarflokki, mjög andsnú-
inn beinni kosrúngu borgarstjóra í Reykjavík. Efasemdarmenn um beint
lýðræði fundust víðar, ekki síst meðal presta, sem töldu reynslu af al-
mennum prestkosningum ekki vera tilefni til eftirbreytni.
Alþingismenn deildu um kosningu borgarstjóra í Reykjavík á sex
þingum, 1905, 1907, 1911, 1912, 1913 og 1914. Samin vom frumvörp,
breytingartillögur og nefndarálit og ótal ræður vom haldnar. Allt þetta
skapar mikinn efnivið til að skoða og greina hugmyndir þingmarma um
lýðræði, einkum afstöðu þeirra í deilum um beint lýðræði og fulltrúa-
lýðræði. I ljós kemur að ágreiningur var um gmndvallaratriði:
1) Skilgreining á lýðræði. Einn hópur þingmanna taldi að beint lýð-
ræði væri hið eina sanna lýðræði og efuðust mjög um fulltrúa-
lýðræði, hvort það væri yfirhöfuð mögulegt. Aðrir sögðu að
fulltrúalýðræði væri a.m.k. jafngilt form lýðræðis og beint lýð-
ræði, yfirleitt reyndar betra.
2) Olíkt gildismat. Sumir þingmenn lögðu áherslu á mikilvægi al-
mermrar þátttöku í málefnum samfélagsins. Fólkið sjálft ætti að
taka ákvarðanir í eins ríkum mæh og frekast væri mögulegt.
Talsmenn fulltrúalýðræðis töldu þátttöku fólks ekkert markmið
í sjálfu sér. Meginkeppikefli í lýðræðissamfélagi væri samræmi á
milli valda og ábyrgðar. I beinu lýðræði bæri enginn ábyrgð á
ákvörðunum. I fulltrúalýðræði öxluðu kjörnir fulltrúar ábyrgð á
verkum sínum gagnvart kjósendum.
3) Mismunandi mat á lýðræðisreynslu. Þeir þingmenn sem studdu
tillögur um beina kosningu borgarstjóra vísuðu mjög gjarnan til
góðrar reynslu af beinu lýðræði í Vesturheimi. Beint lýðræði
tryggði meiri hagkvæmni og minni spillingu í stjómmálum og
stjómsýslu. Fulltrúastjóm væri hins vegar ávísun á þjónustu
137