Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 141
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
stofnunar 1943-1944 og gerð nýrrar stjórnarskrár. Þar var óskoruðu full-
trúalýðræði, alvaldi Alþingis, einnig hafnað með yfirveguðum, formleg-
um og ótvíræðum hætti. Fetuð var leið nýsköpunar lýðræðis og samþykkt
ný stjórnskipun (forsetaþingræði), sem er sambland af þingstjórn og
valdi þjóðkjörins forseta, sem skyldi kjörinn beinni kosningu.78 Bein
kosning borgarstjóra í Reykjavík reyndist því endurspegla og styrkja
merkilega og sérstaka leið Islands til lýðræðis. I stað þess að fara hefð-
bundna leið var afráðið að ryðja braut nýsköpunar lýðræðis.
Lögin um beina kosningu borgarstjóra í Reykjavík mörkuðu því kafla-
skil í þróun lýðræðis í landinu. Þegar skýra skal þessa þróun er að minni
hyggju full ástæða til að hafna nauðhyggjukenningum. Þannig var hvorki
sjálfgefið að Islendingar gerðust frumkvöðlar í uppbyggingu lýðræðis né
að Reykjavík væri þar í fararbroddi. Til að skýra lögfestingu beinnar
kosningar borgarstjórans í Reykjavík er skynsamlegt að beina sjónum að
almennum aðstæðum í landinu sem stuðluðu að framgangi beins lýð-
ræðis, en einnig að sérstökum kringumstæðum í bæjarlífi Reykjavíkur.
Umframt allt annað ber að leita skýringa í breyttum hugarheimi lands-
manna, þar á meðal nýrri og rótttækari skilgreiningu á réttum og eðli-
legum tengslum á milli valdhafa og fólksins.
I upphafi 20. aldar hafði skapast í landinu frjór jarðvegur íýrir kröfur
um beint lýðræði. Ber þar fýrst að nefna að tíðarandinn var mótaður af
mikilh bjartsýni. Menn töldu mannlífinu yfirleitt miða til betri vegar og
trúðu á skynsemi og þroska einstaklinganna. Hugmyndir um valddreif-
ingu og sjálfstjórn héraðanna voru einnig mjög áberandi í allri þjóð-
félagsumræðu. Tengsbn við Vesturheim opnuðu augu manna fýrir mögu-
leikum ýmissa stjórnarforma, ekki síst hins beina lýðræðis sem þar var
iðkað, m.a. við kosningu bæjar- og borgarstjóra, og mörgum þótti hafa
gefist vel. Nýjar trúarhreyfingar boðuðu einnig jafnrétti og frelsi ein-
stakbngsins óháð þjóðfélagsstöðu og kynferði. Þær hugmyndir féllu vel
að öllum kenningum um hið beina lýðræði.
Erfitt er að meta vægi hvers einstaks þáttar fýrir sig. Það er engu að
78 í stjómarskrá lýðveldisins er forræði beins lýðræðis sérstaklega undirstrikað í 26. gr.
Neiti forseti að staðfesta lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, skal fara fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Urslitavaldið er beint hjá fólkinu. Sjá Svanur
Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis — Nýsköpun lýðræðis“, einkum bls. 40^-3. Einnig
Svanur Kristjánsson, „Forseti Islands og utanríkisstefnan“, Ritið 2/2005, bls. 141-
168, einkum bls. 141-148.
J39