Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 142
SVANUR KRISTJÁNSSON
síður tilgáta mín að breytingin á túlkun og iramkvæmd kristinnar trúar
hafi skipt mestu máli fyrir framrás beins lýðræðis í Reykjavík. Hinn nýi
kristindómur byggði á lifandi trúarsannfæringu og trúarhreyfingum, en
ekki á hefðbundinni stéttaskiptingu þjóðfélagsins og kirkjunni sem
stofnun. Nálægðin við almættið ákvarðaðist af trú hvers og eins en ekki
af völdum, eignum eða veraldlegri stöðu manna. „Aður fyrr var það
samfélagið sjálft, uppbygging þess og viðhald, sem markaði viðfangsefrú
trúarbragðanna og var hið miðlæga í trúarlífinu, en nú varð það ein-
staklingurinn og vitund hans, sem komst í sviðsljós trúarinnar.“79 I hönd-
um hinna nýju trúarhreyfrnga varð kenning Lúthers um hinn almenna
prestdóm í senn uppspretta gagnrýni á forræði presta í safnaðarstarfi og
kröfu um lýðræði í trúarsamfélagi. Sérhver söfnuður ætti að ráða sínum
presti sjálfur og þeir ættu að vera þjónar Guðs og fólksins en ekki herrar.
I stjórnmálum skyldi hið sama gilda. Valdhafar sætu í umboði almenn-
ings og ættu með réttu að þjóna fólkinu, en ekki drottna yfir því. Þar af
leiðandi væri eðlilegt að færa úrslitavald ífá dönskum einvaldskonungi
beint í hendur Islendinga sjálfra fremur en fulltrúastofhana, svo sem
Alþingis eða bæjarstjórna.80 Sambandið við Islendinga í Vesturheimi
varð „Austur-íslendingum“ (þeim sem urðu eftir á Islandi) mikil hvatn-
ing til breytinga, bæði í trúarlífi og í stjórnmálum.81
79 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar.
Þriðji hluti. Spíritisminn og dultrúarhreyfingin", Saga XXII (1984), bls. 165.
80 Jón Bjamason (1845-1921), félagi Jóns Olafssonar, var einn áhrifamesti kennimaður
í hópi hérlendra presta og starfaði einkum í Vesturheimi en einnig hér á landi. Ki'af-
an um lýðræði á öllum sviðum var meginstef í boðskap hans, t.d. í fyrirlestri hans,
Helgi magri, Reykjavík; Prentsmiðjan Gutenberg, 1906. Þar segir m.a.: „Einveldi eða
fárra manna stjóm á nú ekki lengur við. Við lifum á lýðstjórnaröld. Almenningur
verður að taka við sínum eigin velferðarmálum, hinmn kirkjulegu eigi síður en
öðram, ráða þeim sjálfir og bera á þeim fulla ábyrgð ..." (bls. 41-42). „Lofum öllum
sérkennum prestsembættisins sem ekki að neinu leyti styðjast við Guðs orð,
hindrunarlaust að falla niðr. En framfýlgja verklega þeim kristilega fagnaðarboðskap,
að í Jesú nafni eru allir, sem lifa í trúnni á hann, prestar“ (bls. 56). Jón var einnig
mikill baráttumaður fjrrir kvenréttindum, sbr. m.a.: „Það tóku víst allir eftir því, að
fyrsti luterski söfnuður í Vúnnipeg hefði til stórra muna grætt við það, er konurnar
fimm voru þar settar í djákna-embætti í fjrra og tóku þar til starfa með bræðranum,
er fýrir vora“ (bls. 52).
81 Ein merkilegasta heimildin um hin nánu tengsl Islendinga beggja vegna Atlants-
hafsins er bók eftir sr. Friðrik Bergmann, Island og aldamótin. Ferðasaga sumarið 1899,
Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1901. Ferðafélagar sr. Friðriks úr Vesturheimi vora
sr. Jón Bjarnason, eiginkona Jóns, Laura Micheline Pétursdóttir Bjarnason, og börn
þeirra tvö.
140