Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 147
„Á FRÁTEKNA STAÐNUM FYRIR MIG“
spegli og upplifir sig sem eina heild (Gestalt), einn líkama.4 Samkvæmt
Lacan markar ödipusarskeiðið inngöngu inn í táknræna kerfið og um
leið upptöku tungumálsins. A ödipusarskeiðinu klýfur táknrænn faðirinn
barnið frá móður sinni og meinar því aðgang að líkama hennar.' Lögmál
föðurins innleiðir boð, reglur og lög sem sjálfsveran verður að fara efdr.6
Þegar ödipusarduldin gerir vart við sig samsamar bamið sig föður sínum
og yfirsjálfið mótast. Ödipusarduldin felur í sér sigur táknræna kerfisins.
Með því breytist þríhyrningurinn móðir — barn — fallus í móðir - barn -
faðir,' Fallusinn er einnig tákn fyrir það sem Annað þráir. Arið 1973
heldur Lacan því fram að hinn táknræni fallus sé tákn sem eigi sér ekki
táknmið. Ödipusarduldin kemur glögglega ffam í Tímaþjófnum í því að
Alda hefur ekki náð að vinna sig út úr henni með því að samsama sig
móður sinni. Móðirin er fjarlæg á meðan Alda elskar og þráir föður sinn.
I tungumálinu miðlar Alda síðan þrá sinni og notar tákn til þess að göfga
hvatir sínar.
Samband Öldu við foreldra sína er flókið. Þeir em báðir látnir og
þörf Öldu fyrir að samsama sig þeim er sterk. Sagan gefur í skyn að Alda
hafi verið náin föður sínum en samskiptin við móðurina virðast hafa
verið kaldari. Alda var pabbastelpa sem „kúrði við hálsakot pabba“ (bls.
126). Þegar hún er 5 ára veikist hún og sefur „í pabbabóli öll jólin“ (bls.
46). Pabbi hennar gefur henni brúðu í sárabætur sem hún skírir Oldu,
en brúðan sefur hjá henni veikindanóttina. Hér er ýjað að ödipusarduld
Öldu og um leið er gefin tdl kynna sterk þörf fyrir náið samband við
móðurina sem er mestmegnis fjarverandi.
Þegar barnið gengur inn í táknræna kerfið lærir það að greina sig frá
4 Sjá Jacques Lacan, „The Mirror Stage as Formatdve of the Funcion of the I as re-
vealed in Psychoanalytic Experience", Ecrits: A Selection, þýð. Alan Sheridan, Lon-
don og New York: Routledge, 1977, bls. 3. Sjá einnig Dylan Evans: An Introductory
Dicticmary ofLacanian Psychoanalysis, bls. 115.
5 Sjá Sigmund Freud, Inngangsjýrirlestrar um sálkönnun. Stðara bindi, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1996, bls. 356-365. Sjá einnig 'lorfa H. Tulimus, „Adam
og Eva í Júragarðinum“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Forlagið og art.is, 1999, bls. 469.
6 Fyrir ödipusarskeiðið heldur bamið að móðirin sé með fallus og bamið samsamar
sig hinni fallísku móður. I kringum 1950 bregður Lacan út af kenningum Freuds að
því leyti að hann telur að böm af báðum kynjum þrái móður sína en lítd á föðurinn
sem keppinaut.
7 Sjá Dylan Evans, An Introductory Dictionary ofLacanian Psychoanalysis, bls. 128.
z45