Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 152
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Endurtekningarárátta móður Oldu, sem færist yfir á næstu kynslóð,
kemur fram í því að hún skýrir söguhetjuna Öldu í höfúðið á sjálffi sér,
en einnig í höfúðið á andvana fæddri systur hennar, Oldu Oddsdóttur
Ivarsen, sem fæddist rétt ári á undan og hvílir í ættargrafreitnum. Nafiúð
líkt og hringurinn sýnir að Alda er gefin dauðanuin.
Viðfangið hennar Oldu: Brúða og hangsi
Alda er fu.ll sorgarblandinnar heiftar yfir því að ástvinir hennar yfirgáfú
hana með því að deyja. Flókin þrá Öldu eftir föður sínum kemur glögg-
lega ffam í textanum líkt og sjá má á því hvernig hún gerir brúðuna Oldu
að blæti. Brúðan er viðfang sem stendur fýrir ást hennar til föður síns og
minningu sem hún geymir þrálátlega í huga sér. Viðföng Oldu eru birt-
ingarmyndir þráhyggju hennar og endurtekningaráráttu og þau má
skoða í ljósi viðfangstengslakenninga í sálgreiningu, en þær eru raktar til
austurríska sálgreinandans Melanie Klein sem byggði kenningar sínar á
hugmyndum Freuds.
Melanie Klein skoðar þróun persónuleikans með því að rannsaka
ungabörn og heldur því fram að barnið hafi ffá byrjun frumsjálf sem sé
varnarlaust fyrir eðlislægum og herskáum innri hneigðum.18 Hún hafnar
kenningum Freuds um að hvatalffið stjórni athöfnum mannsins og telur
fremur að markmið einstaklingsins sé að tengjast annarri manneskju.19
Fíkt og Freud telur hún tvö öfl takast á í sálarlífinu, lífshvötina og dauða-
hvötina og að hlutverk beggja sé að vernda sjálfið. Árásarhvatirnar eru
meðfæddar varnaraðferðir sem skilgreina megi sem ffávarp. Frávarp
tengist dauðahvötinni þannig að einstaklingurinn reynir að ýta burt
slæmum eða neikvæðum eiginleikum sjálfsins. Hann færir sína eigin galla
yfir á viðföng úr umhverfinu, t.d. hluti eða manneskjur. Þannig standa
þessi viðföng fýrir eða tákna eiginleika sem hann t.d. gæti skammast sín
fýrir og vill losna við. Innvarp er aftur á móti hluti af lífshvötinni og þá
leitast einstaklingurinn við að draga til sín, tileinka sér eða eigna sér það
góða úr umhverfinu og vill að það sé hluti af honum sjálfúm.
18 Sjá Melanie Kfein, Love, Guilt and Reparation and Other Works 1921-1945, London:
Virago Press Limited, 1988, bls. 306-343. Sjá einnig Elizabeth Wright, Rsychoana-
lytic Criticism. A Reappraisal, bls. 73.
19 Sjá Sæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til?, Leit sálgreiningarinnar að skilningi,
Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 27.
150