Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 155
„Á FRÁTEKNA STAÐNUM FYRIR MIG“
til kynna að Alda þrái að bindast Antoni á djúpstæðan máta líkt og barn
foreldram sínum. En Anton, sem er giftur, slítur fljódega sambandinu
þrátt fyrir að það haldi velb í tungumáli Oldu.
Alda hefúr frá því hún sá Anton fyrst ýmist kallað harrn beikon-
bangsa, sögubangsa, Bangsímon og jólabangsa. Strax í upphafi bókar-
innar talar hún um harrn eins og heillandi leikfang: „Að utan er hann
alveg einsog risabangsi í búðarglugga. (Svekkjandi augu úr ísbláu gleri/
montinn með sig í glugganum. / Dýrasti bangsi í bæmrm / með upp-
stoppað öryggi)“ (bls. 9). Bangsinn sem Alda kaupir í Bloomingdale
minnir hana um margt á Anton enda er honum ætlað að ganga í hlutverk
ástmannsins. Tuskubangsinn er með stjömublá augu og æðardúnfeld
(bls. 122) en hún talar oft um að augun í Antoni séu „blárri en heiður
himinn“ og hann hafi hjúpað hana hlýju (bls. 166).
Alda sefur með bangsann sér við hhð, skálar við hann og spjallar, og
hann á að koma í staðinn fyrir þá ást og hlýju sem Anton veitti henni
áður. En bangsinn færir henni enga hlýju og Alda fyrirfitur harm því
hann vekur aðeins upp hjá henni sársauka, vegna þess að hann er stað-
gengill Antons. Alda tekur því út reiði sína á stóra Bloomingdale bangs-
anum sínum:
Ég hendi þessum bangsa í sumar. Nóg komið af dauðu flykki í
fiha rúminu mínu. [...] Dautt flykki er réttlaust. Kannski er
best að brenna það, og þó, ég brytja það sundur. Eða brytja og
brenni, því ekki það? Eg hendi flykkinu framúr, vil ekki sjá það
nálægtmér. (bls. 130)
Afstaða Oldu til bangsans endurspeglar hvernig hún hugsar um Anton
og samband þeirra sem er að eilífu lokið. Bangsinn er vondur af því að
hann er dauður og Alda vildi helst jarða hann fyrir fullt og allt. En helsti
gallinn við bangsa er sá að hann getur ekki dáið líkt og Alda segir sjálf:
„Köttur kann að týnast og hrökkva uppaf þótt hann hafi níu líf en fríkið
hann bangsi gæti í hæstalagi trosnað og komið á hann gat og lekið úr
honum tróðið“ (bls. 131).
Tuskubangsinn er eins og ástin sem Alda þóttist jarða eftir að Anton
sleit sambandi við hana. Rétt eins og bangsi getur ástin ekki dáið, þó að
Alda reyni að sálga henni, eins og þegar hún lýsir kistulagningu ástar-
innar í kaflanum „Erfisdrykkja ástarinnar“ þar sem „tvö útskorin hjörtu“
era sett í líkkistu og sungið yfir þeim (bls. 76-77). Þegar ástin hennar
03