Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 156
ALDA BJORK VALDIMARSDO'ITIR
yfirgefar hana grefiir Alda hjörtu beggja og Kkamamir standa eftir, hf-
og hjartalausir, eins og tuskubangsinn. Eins og brúðan stendur bangsinn
firri r dauðahvöt Oldu. Hann er draugur ástaiinnar, minning mn glataða
ást sem Alda heldur þétt upp að sér. Bangsi er dauðinn sem Alda þráir að
umfaðmi hana. Alda sleppir ekki hendinni af leikföngmn sínum fremur
en látnum ást\dnum. Með þeim tjáir hún dýpsm þrá sína, þrána efdr þ\h
að elska og deyja.20
Elskhnginn og dauðinn: Endurtekning og þrá í tunginnálinu
Samband Oldu \dð Anton er endurtekning á fjar\renmni frá móðurinni
og ástinm á föðumum. Alda þráir nánd og hlýju en uppsker einungis
aðskilnað. Alda neitar að sleppa hendirmi af draumi sínum, sem á sér
rætur í óskum hennar frá því hún var barn. Þrána sem áður beindist að
foreldrum hennar yfirfærir hún á Anton. Osk Oldu er ekki hægt að upp-
fylla og af þeim sökum er líf hennar lagt rmdir lögmál endurtekningar-
áráttunnar. Alda endurtekur aftur og aftur sömu hegðunina og í tungu-
máli sínu miðlar hún stöðugt þrá sem getur ekki orðið að veruleika.
Líkt og Shoshana Felman bendir á í grein sinni „Handan Odipusar:
Dæmisaga sálgreiningarinnar“, fer upptaka tmigumálsins saman \dð
upplifun okkar á skorti og þar af leiðandi skilning okkar á dauðanmn.
Samkvæmt Lacan á ffelsunin frá ödipusarduldinni sér stað með innvarpi,
þ.e. þegar sjálfsveran tekur við nafni föðurins og barnið öðlast dulvit-
und.21 Nafnið stendur fyrir táknlega kerfið og með því að taka það upp
umbreytist og bælist þrá barnsins til móðurimiar. Þegar barnið afsalar
20 Guðni Elísson segir í grein sinni „í kirkjugarði nefhuni \ið ekki nöfh: Tími og tregi
í Ijóðum Steinunnar Sigurðardóttur“ að Ijóðmælendur Steinunnar eigi oit „erfiu
með að ydirfæra missi sinn á áþreifanleg og sefjandi tákn og stundum eru þeir stiptir
þeim kennileitum sem annars hefðu hugsanlega nært þá og auðveldað þeini að sigr-
ast á sorg sinni“. Segir Guðni hinn farsæla syngjanda vera þann „sem færir ást sína
annað, sá sem skapar sér nýja ímynd eða finnur sér staðgengil í stað ástarinnar sem
er glötuð í dauða". Sjá nánar Ritið: 3/2003, bls. 105-106. Guðni bendir einnig rétti-
lega á að Alda sé afskaplega misheppnaður syTgjandi (bls. 108). Hún er ófær um að
beina ást sinni annað og velja sér viðföng sem gætu fullnægt henni á áþreifanlegan
hátt og komið í stað ástmannsins sem fór. I stað þess að velja sér tdðfang sem hjálpar
henni að vinna úr sorg sinni viðheldur bangsinn núnningunni um glataða ást,
minningu sem Alda heldur í þéttingsfast.
21 Sjá Shoshana Felman, „Handan Ödipusar. Dæmisaga sálgreiningarinnar“, Alda
Björk Valdimarsdóttir þýddi, Ritið: 2/2003, bls. 146.
H4