Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 157
„A FRATEKNA STAÐNUM FYRIR MIG'
sér þránni til móðurinnar og tekur upp tungumálið upplifir það skort og
öðlast skilning á dauðanum. Barnið færir skilning sinn á dauðanum inn
í tungumálið og með táknum birtir bamið það sem hefur glatast.
011 tákn og orð eru tjáning á þessari reynslu barnsins. Imyndaður
samruni þess við móðurina er rofinn. Þessi „glataði“ samruni er tjáður
með táknum sem koma í staðinn, en inngangan í táknræna kerfið mótar
dulvitundina sem stjórnast af bældri þrá til móðurinnar. Síðasta orð
sjálfsverunnar sem táknar samband hennar við orðræðu Annars (þ.e.
dulvitundina) er dauði (dauðinn er bæfingin, missir eða skortur). Með
því að tákngera innleiðum við dauðann í tungumálið. Það verðum við að
gera ef við viljum lifa af.22 Ef við tökum ekki upp tungumálið getum við
ekki Hfað í samfélaginu. Ef við viljum nálgast það sem var til staðar í
okkur sjálfum fyrir máltöku og heim táknanna, finnum við það í dauð-
anum. Við sækjum alla merkingu (í tungumálinu) í tilvist dauðans (bæl-
ing þrárinnar, upplifun á missi). Það er hin bælda þrá sem birtist í tungu-
málinu og knýr það áfram.
Imyndaður samruni Öldu við móður sína er litaður af upplifun
hennar á dauðahvötdnni. Alda þráir ekki að renna saman við móður sína
heldur vill hún ýta henni úr vegi og taka sæti hennar við hlið föður síns.
Refsing Öldu er dauðinn og saga hennar snýst um það hvernig hægt sé
að komast handan dauðans og sleppa við refsinguna. Reynsla Öldu af
samrunanum við móðurina er Htuð árásarkenndri dauðahvöt sem er
dæmd til að endurtaka sig. Faðir Öldu mótar aftur á móti hugmyndir
hennar um ástdna. Hún er dæmd tdl þess að deyja en lætur sig dreyma um
hið ómögulega, að sætta lífið og dauðann, verða lifandi í dauðanum,
eignast það sem hún girnist í dauðanum. Alda getur aðeins sigrast á refs-
ingu móðurinnar með því að sameina lífið og dauðann. Það gerir hún
með hinni efiífu sameiningu dauðans og elskhugans.23
22 Sama rit, bls. 147.
25 Annað gott dæmi um sameiningu dauðans og elskhugans má sjá í sögu Brynhildar í
Hundraðdyrum ígolunni (Reykjavík: Mál og menning, 2002) eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur, en samband hennar við grískuprófessorinn sem hún er ástfangin af ein-
kennist af þeirri endurtekningaráráttu sem tengja má dauðahvötinni. Kaflinn um
prófessorinn heitir „Dauðaleitin" og líkir hún honum við „prinsinn af Montmartre
kirkjugarðinum“ en prófessorinn býr við hliðina á kirkjugarðinum. Sjá grein mína
,fy tímum VARANLEGRA ÁSTARSORGA: Ástin, dauðinn og lesandinn í þremur
skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur“, sérstaklega bls. 200-202.
Ö5