Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 160
ALDA BJORK VALDIMARSDOTTIR
verða nánast einungis einræða Öldu, en saga hennar er knúin áfrani af
fjarveru og missi, ekki síður en voninni um að fá þrá sinni fullnægt. Alda
segir um Anton: „Þú snertir mig ekki heldur kjamann sem enginn veit
úr hverju er gerður. [...] Svo léstu kjarnann úr mér lausan. Nú hringlar
hann stakur í tómi“ (bls. 185).
Hið endanlega táknmið: sœttir lífs og dauða
I viðfangstengslakenningum er það æðsta takmark mannsins að bindast
annarri manneskju. Stærsta viðfang Tímaþjófiins er Anton og textinn
hverfist sífellt meira um hann eftir þ\h sem líður á söguna. Alda þráir að
renna saman við Anton og þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið hana leitar
hún leiða til að fanga hann aftur. Viðfangstengslakemtingar Melanie
Klein hafa m.a. verið þróaðar af listffæðingmn og notaðar til að skýra
tengsl listamannsins við tjáskiptamiðilinn sem hann velur sér og um leið
tengsl áhorfandans eða greinandans við listaverkið. Listin er þá talin
vera viðfang sem nýtur forréttinda hjá einstaklingnum. Listffæðingurinn
Anton Ehrenzweig er einn af talsmönnum skynheildarsálffæði og notar
aðgreiningu Freuds í sj'álfi yfirsjálf og það til að útskýra kenningar sínar.
Að mati Ehrenzweigs leitast listamaðurinn við að endurskapa sam-
ræmanlega einingu í miðli sínum. Viðfang hans ber vott um hvöt til að
hverfa aftur til skeiðs frumskynjana, til þeirrar heildar sem hann upplifði
í kviði móðurinnar.2 Frumskynjanirnar eru flæðandi, óstöðugar og búa
yfir annars konar kerfi en við höfum m.a. aðgang að þeim í draumum,
svefnrofnm og ímyndunum. Listamaðurinn leitar að þessu hulda kerfi
og reynir að miðla því í verkum sínum. \að höfurn lært að flokka, greina
í sundur og raða reglubundið en á ákveðnum tímapunkti getur sjálfið,
sem er orðið þræll yfirsjálfsins, látið undan vegna of mikils þrýstings ffá
það-inu sem miðlar nýjum skvnjunum og reynslu. Þetta ferli kallar
Ehrenzweig afsérhæfingu (dedifferentiation) og felst hún í því að sá
raunveruleiki sem við lifum í er stokkaðm- upp eða afbyggður. Sjálfið
endurraðar þá með hliðsjón af nýjum ímyndunum og skynjunum og því
fylgir lausn ffá kvíða og tilfinning um samruna. Listamaðurinn beitir
27 Sjá Anton Ehrenzweig, The Hidden Order ofAit: A Study in the Psycholog)' ofArtistic
Imagination, London og Worcester: The Trinity Press, 1967, bls. 173-186. Sjá einn-
ig Elizabeth Wright, Psychoanalytic Criticism. A Reappraisa/, bls. 79- 80.
158