Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 164
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Einkennandi fyrir tímann er sú orka og hrifnæmi sem er áberandi við
upphaf sögunnar þegar Alda segir ffá því þegar hún og Anton ktamtust
og voru saman. Þá er Alda ennþá tiltölulega ung kona (37 ára) sem á
möguleika á þtú að eignast barn með Antoni. Hér er lífshvötin ráðandi
afl. Stöðugleiki er síðan andstæða þess brejTÍleika sem tírninn hefur í för
með sér, eins og látnir ástvinir, foreldrar Oldu og systur (Alma og Alda
litla sem var fædd andvana) minna lesandaim á. Tímaleysið verðm' rílq-
andi í sögunni eftir að Anton slítur sambandinu við Oldu. Endurtekn-
ingaráráttan verður þá helsta einkenni tungumáls hennar sem miðlar
aftur og aftur sömu óskinni, þeirri að endurheimta Anton. Alda gengur
úr barneign og þannig er undirstrikað að ást hennar stendur andspænis
lífshvötinni. I myndmáli sögunnar sést þetta ekki síst í því hvernig
hjónarúmið og gröfin renna í sífellu saman líkt og sjá má þegar Anton
og Alda elskast á leiði foreldra hennar og svo þegar Alda býr sér gröf í
rúnú sínu eftir að ástarþráhyggjan hefur sHpt hæna öllu mrdir lokin.
Andstætt tímaleysinu stendur svæði eilífðarinnar sem er hið endan-
lega en óvirka táknmið sögunnar. Þetta sést á því að Alda getur ekki sigr-
að dauðann með því að flýja á vit eilífðarinnar þar sem hún sameinast
jarðneskri ást sinni, ólíkt því sem gerist gjarnan í harmrænum ástar-
sögum, eins og t.d. í miðaldasögunni um Tristram og Isönd. Eih'fðar-
planið er ekki viðfangsefni Tímaþjófsins og er aðeins til staðar sem hug-
mynd handan textans. Þó býr Alda elskendunum stað þar sem þverstæður
hjónarúms og grafar renna saman, en hún gerir það á nýstárlegan hátt
þar sem eilífð víkur fyrir tímaleysi og ódauðleiki fjnir veruleika hins
ódauða: „Því hvað er heimskara en hinir dauðu, tilvenúausir í engri til-
veru, landlausir í engu landi. Þá er betra að vera ódauður í ólandi“ (bls.
145).
Undir lok sögunnar hefur Öldu ekki tekist að brjótast út úr tímaleysi
endurtekningaráráttunnar. Hún grefur sig lifandi í sæng sína og þá upp-
risuvon sem lokaorðin bera með sér er aðeins að finna í höfðinu á henni.
Alda er ekki dauð heldur ódauð og engir trjálundir inunu vaxa upp af
leiðum hennar og elskhugans. Þó sækir ást hennar merkingu í þversagnar-
kennda miðlun lífs og dauða, tíma og stöðugleika, rétt eins og í miklum
upprisuástum. Líkt og hinir upprisnu tilheyrir Alda hvorki lífi né dauða,
en handanveruleiki Oldu er hérna megin grafar, í ólandi hins ódauða
ffemur en ódauðleikans. Ast hennar verður því aldrei meira en tilgangs-
laus uppvakningsást þótt hún sé jafn þversagnarkennd og flókin.
162