Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 168
PAUL DE AÍAN
hin myndræna virkni í tungnmálinu smitd með einhverjum hætti hina
ómenguðu þekkingarfræðilegu leit. Greining de Mans á textum Lockes,
Kants og Condillacs afhjúpar hvernig margræðnin sem býr innra með
tungumálinu brýst stöðugt upp á yfirborðið í orðræðu upplýsingarimiar
og dregur athygli hins gagnrýna lesanda að „tilgangsleysi þess að reyna
að bæla niður retóríska formgerð texta í nafni textalíkana sem tekið er
við fullbúnum og gagnrýnislaust“.
Benedikt Hjartarson
Myndhvörf, hugbrögð og myndrænt mál almennt hafa ávallt verið erfið
viðfangs og stundum leitt til vandræðagangs í heimspekilegri orðræðu
og þar af leiðandi í allri fræðilegri orðræðu, þar með talið í söguspeki og
bókmenntarýni. Svo virðist sem heimspekin verði að falla frá sinni eigin
grundvallarkröfu um nákvæmni til að mæta hinu myndræna í tungu-
málinu sem hún notar eða hún verði að losa sig algerlega við hið mynd-
ræna. Ef hið síðarnefnda er talið ógerlegt þá gæti heiinspekin að mrnnsta
kosti lært að stjórna myndrænu máli með því að halda því innan sinna
marka, svo að segja, affnarka landamæri áhrifa þess og þar með draga úr
þeim þekkingarfræðilega skaða sem það gæti valdið. Viðleimi til þessa
býr að baki þeim endurteknu tilraunuin sem gerðar hafa verið til að
kortleggja greinarmuninn á orðræðu heimspeki, vísinda, guðfræði og
skáldskapar en það er á þessari viðleimi sem skipulag stofnana eins og
deildaskipting skóla og háskóla byggist. Hún snertir einnig viðteknar
hugmyndir um hvað skilur á milli ýmissa stefna í heimspekilegri hugsmr,
um tímabil og hefðir í heimspeki sem og möguleikann á að skrifa sögn
heimspeki eða bókmennta. Venjan er því sú að gera ráð fýrir því að hin
almenna skynsemi sem einkennir breska raunhyggju, standi frarnar viss-
um frumspekilegum öfgum sem finna megi á meginlandinu og það megi
að miklu leyti þakka því að henni takist að halda í skefjum, eins og sjá
megi af stíl hennar og tilhlýðilegum rithætti, mögulegum upplausnar-
áhrifum mælskubragðanna. „Þeir sem skrifa í skýin,“ segir samtíma-
bókmenntarýnir, (nokkuð háðslega) í nýlegri ádeilugrein, „fýlkja sér undir
fána Hegels og meginlandsheimspekinnar, á meðan þeir sem aðhyllast
almenna skynsemisstefnu [í bókmenntarýni] gera sig ánægða með enga
166