Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 172
PAUL DE MAN
legum hætti, það er fyrsta skilyrðið og nauðsynlegt ef einhver von á að
vera til þess að komast að sögu sem er að einhverju leyti áreiðanleg.
Þetta þýðir að ekld má lesa hann með hliðsjón af afdráttarlausum full-
yrðingum (einkum afdráttarlausum fullyrðingum um fullyrðingar) held-
ur með hliðsjón af retórískum hreyfingum í texta hans sjálfs, sem er ekki
einfaldlega hægt að heimfæra upp á ásetning eða auðþekkjanlegar
staðreyndir.
Olíkt síðari mönnum eins og Warburton, Vico eða, að sjálfsögðu,
Herder, þá er kenning Lockes um tungiunáhð merkilega laus við það
sem nú er kallað „kratylísk" blekking, þ.e. þegar nafnið á að fela í sér eig-
andann. Það kemur skýrt fram hjá Locke að táknið sem táknmynd er
tilviljunarkennt og hugmynd hans um tungumálið er fremur fyiggð á
merkingarfræðilegum grunni en táknfræðilegum. Hún er kenning mn
merkingu þar sem orð koma í stað „hugmynda“ (í tiltekinni og raunsæis-
legri merkingu hugtaksins) en ekki kenning um hið málvísindalega tákn
sem sjálfstæða formgerð. „Hljóð hafa engin náttúruleg tengsl Hð hug-
myndir vorar, heldur fá þau alla merkingu sína fyrir tihdljunarkennda
þvingun af hendi manna ..." Þar af leiðandi er upphafsreiturinn í vanga-
veltum Lockes um beitingu og misbeitingu orða ekki orðin sjálf, hvort
sem þau eru efnislegar eða málfræðilegar einingar, heldur merking þeirra.
Flokkun hans á orðum ræðst því ekki af setningarhlutum, svo dæmi sé
tekið, heldur fylgir kenningu hans um hugmyndir sem hann hefur áður
sett fram. Þar skiptir hann þeim í einfaldar hugmyndir, undirstöðuhug-
myndir og samsettar hugmyndir, en best fer á því að nefha þær hér í
þessari röð þar sem tvær þær fyrstu, ólíkt þriðja flokknuin, snerta fyrir-
bæri sem til eru í náttúrunni.
A stigi einfaldra hugmynda Hrðast ekki koma upp nein merkingar-
ffæðileg né þekkingarffæðileg vandamál þar sem nafnið fellur sanian Hð
hinn raunverulega kjarna þeirrar tegundar sem orðið vísar á. Þar sem
hugmyndin er einföld og óskipt gefst í meginatriðum ekkert rúm fyrir
leik eða tvíbendni milli orðsins og fyrirbærisins eða eiginleikans og
kjarnans. Samt sem áður hefur þessi skortur á leik mismunarins strax
afleiðingu sem hefur víðtæk áhrif: „Nöfh einfaldra hugmynda geta ekki
falið í sér skilgreiningar ..." (3. bók, 4. kafli, bls. 26). Svo er víst, vegna
þess að skilgreining felur í sér greinarmun og er því ekki lengur einföld.
Samkvæmt kerfi Lockes eru einfaldar hugmyndir þ\h einfeldningslegar,
þær eru ekki viðfang skilningsins. Það er augljóst hvað þetta felur í sér
170