Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 174
PAUL DE MAN
sem hugmynd er að skilja ljós eiginlega. En orðið „hugmynd“ (eidé) þýð-
ir sjálft auðvitað ljós og ef sagt er að það að skilja ljós sé að gera sér grein
íyrir hugmyndinni um ljós, þýðir það hið sama og segja að skilningur sé
að sjá ljós ljóssins og er því í sjálfu sér ljós. Setninguna: að skilja hug-
myndina um ljós verður því að þýða sem að lýsa ljósi ljóssins (das Licht
des Lichtes lichten), og ef þetta er farið að minna á þýðingu Heideggers á
forverum Sókratesar, þá er það engin tilviljun. Frumorð hafa tilhneig-
ingu til að verða að staglkenndri tuggu. A sama hátt og orðið „flutit-
ingur“ þýðir hreyfing en skýrir hana ekki, þá þýðir „hugmynd“ ljós en
skýrir það ekki, og það sem verra er, „skilja“ þýðir skilningur en skýrir
ekki skilninginn. Fyrsta hugmyndin, einfalda hugmyndin, er um ljós á
hreyfingu eða mynd, en myndin er ekki einfóld hugmynd heldur tálsýn af
ljósi, skilningi eða skilgreiningu. Þessi vandi sem fýlgir hinu einfalda er
til staðar í allri röksemdafærslunni, og er sem slíkt hreyfiafl þessa vanda
(hreyfingarinnar).
Hlutirnir verða enn flóknari þegar undirstöðuhugmyndir taka við af
einföldum hugmyndum. Líta má á undirstöðuhugmyndir út frá t\'eimur
sjónarhornum: annars vegar sem safh eiginleika eða kjarna sem er
grundvöllur þessara eiginleika. Dæmið sem tekið er um fýrri gerðina er
„gull“, en sumir eiginleikar þess eru eklti óskyldir sólarljósi á hreyfingu.
Formgerð undirstöðuhugmyndarinnar sem litið er á sem safh eiginleika
brýtur upp samruna nefhds kjarna og raunverulegs kjarna sein gerðu
þann sem tjáði einfalda hugmynd að hálfgerðum stamandi bjána en út
frá þekkingarffæðilegu sjónarhorni að hamingjusömum bjána. I firrsta
lagi eru eiginleikar ekki aðeins hugmyndin um hreyfingu, heldur hreyf-
ast þeir og hrærast í raun og veru. Gull finnst á óvænmstu stöðum, til
dæmis í stéli páfugls. „Eg tel að allir geti fallist á að [gull] standi fyrir
fylld ákveðins litar sem er skínandi gulur; sú er hugmyndin sem börn hafa
fest þetta nafn við, þann hluta páfuglsstélsins sem er skínandi gulur telja
þau vera eiginlegt gull“ (3. bók, 9. kafli; bls. 85). Eftir því sem lýsingin
færist nær myndhvörfum treystir Locke meira á orðið „eiginlegur“. Eins
og blindi maðurinn sem gemr ekki skilið hugmyndina um ljós, þá kemur
barnið sem gemr ekki greint hið óeiginlega frá hinu eiginlega finir aftur
og aftur í þekkingarfræði 18. aldar sem lítt dulbúið tákn fyrir sam-
eiginlegt vandamál mannkyns. Það er ekki aðeins að hugmyndin um
hugbrögð feli í sér að þau em alltaf á iði, líkari kvikasilfi'i en blómum eða
fiðrildum sem menn vonast til að geta að minnsta kosti nælt niður og
J72