Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 175
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
fært inn í snoturt flokkunarkerfi, heldur geta þau líka horfið algjörlega
eða að minnsta kosti virst hverfa. Gull hefur ekki einungis ht og áferð
heldur er líka hægt að leysa það upp. „Því með hvaða rétti verður
bræðanleiki að hluta þess kjarna sem orðið gull táknar en uppleysanleiki
aðeins að eiginleika þess? ... Það sem ég vil segja er þetta: þar sem þetta
eru svo að segja allt eiginleikar, og ekkert nema kraftar sem eru annað-
hvort virkir eða óvirldr í tilvísun til annarra efhisheilda, þá hefur enginn
það vald að ákveða hver sé merking orðsins gull (sem vísar til slíkrar
efnisheildar sem til er í náttúrunni) ...“ (3. bók, 9. kafli, bls. 85-86). Svo
virðist sem eiginleikarnir skapi ekki eiginlega heild, eða réttara sagt, þeir
skapi heild á tilviljunarkenndan og óáreiðanlegan hátt. Það er vissulega
ekki spurning um verufræði, um hlutina eins og þeir eru, heldur vald,
um hlutina eins og sagt er fyrir um að þeir séu. Og það er ekki hægt að
fela þetta vald í hendur einhverju yfirvaldi því frjáls notkun venjulegs
máls er, eins og bamið, borin uppi af villtri myndrænu sem mun hafa
hina virtustu valdastofnun að háði og spotti. Við eigum ekki kost á að
skilgreina eða gæta landamæranna sem skilja nafh eins fyrirbrigðis frá
nafni annars; hugbrögð eru ekki aðeins ferðalangar, þau eiga það til að
vera smyglarar og smygla líklega þjófstolnum vörum í þokkabót. Það
sem verra er, það er enginn vegur að finna út hvort þetta er gert af giæp-
samlegum ásetningi.
Kannski stafa vandræðin af misskilinni hugmynd um grundvallar-
viðmiðið „undirstöðuhugmynd“. I stað þess að líta á það sem safh, sam-
antekt eiginleika, ætti áherslan ef til vill að vera á hlekknum sem tengir
eiginleikana saman. Líta má á undirstöðuhugmynd sem stuðninginn,
grunninn fyrir eiginleikana (hypokeimenori). I þessu samhengi væri dæmi
Lockes „maður“ og spurningin sem þá þarf að svara er: Hver er sér-
kjami mannsins? Hér er í rauninni spurt hvort það sem er sér-, en það
er málvísindaleg hugmynd, geti fallið saman við kjamann sem til er óháð
málvísindalegu inngripi. Ur því að hann er sú skepna sem fengið hefur
hugtakabundið tungumál í vöggugjöf, þá er „maðurinn“ einmitt það
fyrirbrigði eða staðurinn þar sem þessi samleitni á að hafa átt sér stað.
Þekkingarfræðilegu hagsmunirnir vega því þyngra í dæminu trm „mann-
inn“ en í dæminu um „gullið“. En vandinn sem fylgir því er líka meiri
vegna þess að við spumingunni „Hver er sér-kjarni mannsins?“ gefur
hefðin okkur tvö svör sem ef tdl vill em ósamrýmanleg. Hægt er að
skilgreina manninn út frá ytra útliti (eins og hjá Platoni: animal implume
x73