Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 176
PAUL DE MAN
bipes latis unguibus)10 en líka út frá innri veru eða sál. „Því þótt hljóðið
maður sé í eðli sínu jafn vel fallið til að tákna margþætta hugmynd, sem
samsett er úr dýrseðli og skynsemi og sameinað í sama viðfangi, og hvaða
aðra samsetningu sem er, þá er ef til vill nauðsynlegt, þegar það er notað
sem merki fyrir þá skepnu sem vér teljum vera af okkar tegmtd, að ytra
útlit sé haft með í þeirri margþættu hugnynd okkar sem orðið maður
táknar, eins og annað sem vér teljum fylgja þ\h ... vegna þess að svo virð-
ist sem ytri lögun sé sá megineiginleiki sem mestan þátt á í því að skera
úr um hvort um þessa tegund er að ræða, frekar en skynsemishæfileik-
inn, sem kemur ekki fram í fyrstu og hjá sunium aldrei“ (3. bók, 11. kafli,
bls. 115). Vandamálið snýst um nauðsynlegan hlekk milli tveggja þátta í
tvískauta sambandi, á milli „innri“ og „ytri“. Það er að segja eftir því sem
best verður séð, um myndhvörf sem mynd mótsvörunar og samræmis.
Það er nú ljóst að þessi mynd er ekki aðeins fagurffæðileg og til skreyt-
ingar heldur einkar þtdngandi þar sem hún gefur spurningum eins og
„að drepa eða drepa ekki“ siðffæðilegan þunga. „Og ef þetta er ekki
heimilt,“ segir Locke, „þá veit ég ekki hvemig hægt er að sýkna þá af
morði sem drepa óburði (eins og við köllum þá) vegna óeðlilegs sköpu-
lags, án þess að vita hvort þeir beri skynsama sál eður ei, en það verður
ekki betur greint í velsköpuðu ungbarni heldm' en vansköpuðu við fæð-
ingu“ (3. bók, 11. kafli, bls. 115). Þessi kafli er auðvitað fyrst og fremst
sýndarröksemd, fjarstæðukennt dæmi til þess ætlað að grafa undan hinni
óvefengdu forsendu hugsunar sem byggir á skilgreiningum. Þó b)T hún
yfir eigin rökvísi sem þarf að leiða til lykta. Því hvernig getur nokkur
„heimilað“ að eitthvað sé svo ef það er ekki endilega víst að það sé
þannig? Því það er ekki endilega víst að hinn innri og ytri maður séu
sami maðurinn, það er að segja, sé „maður“ yfirleitt. Vandinn (að drepa
eða drepa ekki óburð) birtist hér í búningi fullkomlega röklegrar
röksemdar. En ekki mjög löngu síðar í ritgerðinni, verður það sem er
„einungis“ röksemd í þriðju bók að siðfræðilegu sprengiefni í 4. bók, 4.
kafla, sem ber heitið „Um raunveruleika þekkingarimiar“.n Vandinn
sem þar er ræddur er hvað gera eigi við „umskiptinginn11; einfeldnings-
10 [Lat. Maðurinn er tvífætt dýr án fjaðra.]
11 Dæmi sem notuð er í rökfræðilegum efnum hafa óþægilega tilhneigingu til að lifa
sjálfstæðu h'fi. Eg geri ráð fyrir að enginn sem lesið hefur ritgerð J. L. Austin „On
Excuses“ geti nokkurn tímann þurrkað algerlega úr minni sínu „dæmið“ um tdst-
mann á geðveikrahæli sem hirðulaus vörður svo að segja sauð til dauða.
I74