Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 177
ÞEKKINGARFRÆÐIMYNDHVARFA
barnið, sem kallað er svo vegna þess að eðlilega telja allir að mistök haíi
átt sér stað og skipt hafi verið um hið rétta afkvæmi. Umskiptur texti
hugbragðanna hefirr nú náð til raunveruleikans.
Vel skapaði nmskiptingiirinn er maður, hefur skynsama sál þótt
svo virðist ekki vera, þið segið að um það þurfi ekki að efast.
Ef vér gerðum eyrun aðeins lengri og oddmjórri, nefið aðeins
flatara en venjulega, þá kæmi hik á ykkur. Ef andlitið yrði gert
heldur mjórra, flatara og langleitara, ræki ykkur í rogastans. Ef
hkindin verða enn mehi við skepnu og höfuðið verður að öllu
leytd eins og á einhverju öðru dýri, þá er hann orðinn að
skrímsli sem er ykkur sönnun þess að hann hefur ekki skyn-
sama sál og honum verði að eyða. Hver á (spyr ég) þá að vera
rétta mælistikan á ystu mörk þess sköpulags sem ber með sér
skynsama sál? Því til eru mannleg/ohur sem eru hálf í skepnu-
líki og hálf í mannshki, og sum að þremur hlutum annað og að
einum hluta hitt. Það er því mögxdegt að Kkindi þeirra við
skepnu eða mann séu af öllu tagi og í mismunandi hlutföllum
og því myndi ég glaður vilja vita hverjh séu þeir nákvæmu and-
litsdrætth sem geta eða geta ekki borið skynsama sál, sam-
kvæmt þessari kenningu. Hvers konar yfirborð er öruggt merki
um að það sé þess konar vera hið innra eða ekki? (4. bók, 4.
kafli, bls. 175)
Ef við tökum síðan boði Lockes í lokin um að „hætta að nota hina
hefðbundnu hugmynd um tegundir og kjama“, myndi það þröngva okk-
ur í hið hugsunarlausa stam sem fylgir einföldum hugmyndum og gera
hvert og eitt okkar að heimspekilegum „umskiptingi“, með þeim óþægi-
legu afleiðingum sem hér hafa verið dregnar upp. Þegar við færam okk-
ur frá einberri samfellu orða og hluta í dæminu um einfaldar hugmyndir
að mjmdhverfðri samsvörun eiginleika og kjarnans í hverri undirstöðu-
hugmynd, þá eykst hin siðfræðilega spenna töluvert.
Aðeins þessi spenna getur skýrt hið óvenjulega val á dæmum hjá
Locke þegar hann snýr sér að beitingu og mögulegri misbeitingu tungu-
málsins varðandi samsettar hugmyndir. Megindæmi hans eru manndráp,
sifjaspell, föðurmorð og framhjáhald - þegar hann hefði sem best getað
notað dæmi sem ekki hafa neina sérstaka skírskotun eins og hafmeyja eða
r75