Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Qupperneq 178
PATJL DE MAN
einhymingux.12 Allur listinn }Ær dæmin - „hreyfing“, „l)ós“, „gull“, „mað-
ur“, „manndráp“, „föðurmorð“, „framhjáhald", siíjaspell“ - minnir
fremur á grískan harmleik en þá upplýstu hófsemi sem maðm- tengir
venjulega við höfund bókarinnar Um ríkisvald. Um leið og farið er að
íhuga óeiginlega merkingu í tungumálinu þá er ómögulegt að segja
hvert það getur leitt. Það er þó engin leið að setja ekki fram þessa spurn-
ingu ef einhver skilningur á að fást. Það er ekki hægt að skilja að beitingu
og misbeitingu tungumálsins.
„A;lisbeiting“ tungumálsins er að sjálfsögðu nafn á hugbrögðmn:
katakresis eða rangbeitmg orðs. A einmitt þann hátt lýsir Locke sam-
settum hugmyndum. Þær geta skapað hin fjarstæðukenndustu fýrirbrigði
í krafti setningarfræðilegra möguleika tungumálsins. Þær geta klippt
vefnað veruleikans í sundur og saumað saman á ný með duttlungafullmn
hætti, parað saman mann og konu eða mannveru og skepnu á hinn
ónáttúrulegasta hátt. Eitthvað sem líkist skrímsli leynist í saklausasta
katakresis. Þegar talað er um borðfætur eða andlit fjallsins þá er kata-
kresis orðið að persónugervmgu og veröld tekur að opnast þar sem
draugar og skrímsli geta verið til. Með þ\d að útfæra kenningu sína um
tungumálið sem ferli frá einföldum hugmjndum til samsettra, hefúr
Locke breitt út allan blævænginn (eða til að halda okkur við myndmál
ljóssins), allt litrófíð sem fylgir hugbragðalegri heildarsköpun, þá bjögun
hugbragðanna sem þarf að leiða til lykta í hvert sinn sem tekist er á við
spurninguna, hvort sem það er gert treglega eða hikandi, mn tungumál-
ið sem mynd. Hún kemur fyrst fram hjá Locke í hinni tilviljunarkenndu,
nafnskiptabundnu samfellu milli orðs/hljóðs og merkingar þeirra, þar
sem orðið er aðeins merki í þágu hins náttúrulega fýrirbæris. Hún endar
með rangbeitingu orða í samsettum hugmyndum þar sem segja má að
orðið í sjálfu sér geti af sér það fýrirbrigði sem það táknar og á sér ekkert
jafngildi í náttúrunni. Locke fordæmir rangbeitingu orða harðlega: „Sá
sem heldm fram hugmyndum um undirstöðm sem brjóta í bága við
sarma veru hlutanna, hefur ekki alla þætti rétts skilnings heldm aðeins
12 í almennri umfjöllun um samsettar hugmyndir nefnir Locke „framhjáhald" og
„sifjaspell“ (bls. 34). I seinni umfjöllun um misbeitingu tungmnálsins, snýr hann sér
aftur að vandamálinu um samsettar hugmyndir og tekur sem dæmi manndráp, morð
og föðurmorð, sem og hið lögffæðilega hugtak sem oft er tengt við manndráp, „að
óyfirlögðu ráði eða af gá!eysi“. Haffneyjur og einhymingar eru nefhd í öðru sam-
hengi í 3. bók, 3. kafla, bls. 25.
176