Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 180
PAUL DE MAN
vienneni\“P Uppbygging þessa ferlis er á ný náU-æmlega eins og klass-
íska skilgreiningin á myndhvörfum. Um hundrað og þrjátíu árum seimia
notar Nietzsche einmitt sömu rök til að sýna að orð eins og „laufblað"
(Blatt) er mótað með því að „gera það sem er ójaint jafnt [Gleichsetzen
des Nichtgleichen]“ og með því að „hafa að engu þennan einstaklings-
mun og gleyma mismuninum [beliebiges Fallenlassen der individuellen Ver-
schiedenheitenY.14 Og nokkrum árum á eftír Condillac notar Rousseau
sömu rök í greiningu sinni á nafhgiftum í riti sínu mn upprana inis-
réttisins.1;’ Þegar Condillac notar hugtakið „sértekning“ þá er ástæða til
að álykta sem svo að hægt sé að „þýða“ það sem myndhvörf eða - ef
maður er sammála þU atriði sem sett var fram í sambandi við Locke mn
hvernig umbreyting hugbragðanna fullgerir þau sjálf sem hugbrögð.
Um leið og maður er fús til að vera vakandi fyrir hinum þekkingar-
fræðilegu afleiðingum sem þeim fylgja, þá era hugmyndir hugbrögð og
hugbrögð hugmyndir.
Condillac varpar skýra ljósi á þessar afleiðingar og það hljóinar eins
og söguþráðurinn í dálítið undarlegri sögu. Óbeint viðurkennir hann
hina almennu þýðingu hugtaksins „sértekning“ með þU að halda þttí stíft
fram að engin orðræða væri hugsanleg þar sem sértekningar væru ekki
notaðar: „[sértekningar] era án vafa algjörlega nauðsynlegar [elles sont
sans doute absolument ne'cessaii'es]“ (2. málsgrein, bls. 174). A hinn bógimt
varar hann strax við þeirri hættu sem röklegri orðræðu er búin af seið-
andi valdi þeirra: það er jafh víst og þær era ómissandi að þær era í eðli
sínu afbrigðilegar eða jafhvel siðspillandi - „hversu siðspillandi [vicieux]
sem þessi mótsögn er, þá er hún samt sem áðm nauðsynleg“ (6. eíhis-
grein, bls. 176). Það sem verra er, sértekningar geta þölgað sér óendan-
lega. Þær era eins og illgresi eða meinsemd; um leið og byrjað er að nota
eina einstaka sértekningu þá skjóta þær hvarvetna upp kollinmn. Sagt er
13 Condillac, Essai sur Porigine des connaissances humaines (1746), ritstj. Charles Porset,
París: Galilée, 1973, 1. bók, 2. efnisgrein, bls. 194. Allar tilvitnanir hér á efdr eru úr
1. bók, 5. kafla og eru tilgreindar í meginmáli.
14 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“, Magnús Diðrik
Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir þýddu úr þýsku, Skímir 1993:167 (vor),
bls. 20.
15 Jean-Jacques Rousseau, Deuxiémá Discoms (Sur Porígine et les fondements de l’ine'-
galité), ritstj. Jean Starobinski, í Œuvres completes, 5 bindi, París: Gallimard, 1964, 3
bindi, bls. 148.
I78