Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 181
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
að þær séu „stórkosdega írjósamar“ (7. efnisgrein, bls. 177) en það er
eitthvað við þær sem minnir á garð Rappaccinis, eitthvað ískyggilegt
sem fylgir þessum kraftmiklu jurtum sem enginn garðyrkjumaður getur
verið án né heldur haldið í skeíjum. Jafnvel eftir að tvíbent eðli þeirra
hefur verið greint ítarlega á grundvelli gagnrýnins skilnings þá er lítil
von til þess að hægt sé að ná valdi á þeim: „Eftir allt sem hér hefur verið
sagt þá veit ég ekki hvort það verði að lokum mögulegt að fórna öllum
þessum „framkomnu“ sértekningum: af mörgum ástæðum óttast ég að
hið gagnstæða sé satt“ (12. efhisgrein, bls. 179).16 Þetta er eins og í got-
neskri skáldsögu þar sem einhver býr til af mikilli ástríðu skrímsh sem
hann verður svo algerlega háður og hefur ekki mátt til að drepa. Con-
dillac (en vun hann gengu þær sögur að hann hefði fundið upp vélstyttu
sem gat fundið rósailm) sver sig í ætt við Ann Radcliffe eða Mary
SheHey.
Viðurkenning á tungumálinu sem hugbrögðum leiðir mann til þess
að segja sögu, stýrir manni að þeirri frásagnarleið sem hér hefur verið
lýst. Þessi staðsetning vandans í upphafi, þessi formgerðarlegi hnútur,
gefur til kynna að náið samband, en ekki endilega mótsvörun, er á milh
hugbragða og frásagnar, milli hnúta og fléttu. Ef merkingarmið frásagn-
ar er einmitt hugbragðaleg formgerð orðræðu hennar, þá verður frá-
sögnin tilraun til svara fyrir þessa staðreynd. Þetta er það sem gerist í
erfiðasta en um leið gjöfulasta kaflanum í verki Condillacs.
Sjötta málsgrein byrjar á lýsingu á frumhugmyndum eða einföldum
hugmyndum í anda Lockes, aðaláherslan er meira á hugmyndum tn frum
- því CondiHac leggur áherslu á hina hugtakabundnu hlið allra hug-
mynda, burtséð ffá stöðu þeirra. Hann ber saman veruleika, sem er
væntanlega veruleiki hluta í sjálfum sér, við það sem hann kallar, með
ákveðinni hringröksemd „sannan veruleika“ [une vraie réalité]. Þennan
sanna veruleika er ekki að finna í hlutunum heldur í sjálfsveruruú, sem
er einnig hugurinn sem hugur okkar („notre esprit“). Þetta er afleiðing
af aðgerð sem hugurinn beitir á fyrirbrigði, þetta eru huggrip („aper-
cevoir en nous“) en ekki skynjun. Tungumálið sem lýsir þessari aðgerð í
texta Condillacs er gegnumgangandi og í meira mæh en hjá Locke,
tungumál þar sem sjálfsveran ríkir yfir fyrirbrigðunum: hlutirnir verða
16 Hér er franska orðið réaliser notað í nákvæmri, tæknilegri merkingu orðsins. Villst
er á sértekningum og „raunverulegum11 hlutum á sama hátt og Locke talar um hætt-
una á því að taka orð fyrir hluti. Astæðan fyrir þessari villu skýrist síðar í textanum.
179