Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 183
ÞEKKINGARFRÆÐIMYNDHVARFA
á móti sjálf jafn gjörsneydd veru og hugurinn - þau eru ekkert þegar þau
eru skihn frá aðgreinandi virkni sinni. Sem hinn framandi mótpartur
hugans eru þau sneydd veru. En með því að hugurinn sér líkindi þeirra
við sig með neikvæðum formerkjum, sem í spegilmynd, þá sér hann þau
bæði samtímis sem hann sjálfur og ekki hann sjálfur. Hugurinn „er“ að
því leyti að hann „er eins og“ hinn framandi mótpartur í vangetu sinni
tdl að vera. Eigind verunnar er háð því að haldið sé fram líkindum en
þessi hkindi eru blekking því þau birtast á því stigi sem kemur á undan
sköpun fyrirbrigðanna. „Hvernig geta þessar upplifanir, þegar litið er á
þær sértækt eða þær skildar frá heildinni [huganum] sem þær tilheyra og
samræmast, að því marki sem þær eru lokaðar inni í honum, hvernig geta
þessar upplifanir orðið viðfang hugans? Vegna þess að hugurinn heldur
áfram að líta á þær sem fyrirbrigði í sjálfa sér. ... Hugurinn er í mótsögn
við sjálfan sig. Annars vegar Ktur hann á þessar upphfanir án allra tengsla
við eigin veru, og þá eru þær alls ekkert; á hinn bóginn, vegna þess að
ekki er hægt að sktilja það sem er ekki til, lítur hann á þær sem eitthvað,
og þrjóskast við að fá þeim þann sama veruleika sem hann skynjaði þær
með fyrst, þótt þessi veruleiki samræmist þeim ekki lengur.“
Vera og kennsl eru afleiðingar líkinda sem liggja ekki í hlutunum
heldur eru settar fram með aðgerð hugans sem getur sem slík aðeins
verið í orðum. Og þar sem orð í þessu samhengi merkir að gefa svigrúm
fyrir umskipti sem byggist á blekkjandi líkindum (meginblekkingin er
sameiginlegt neikvætt einkenni), þá er hugurinn eða sjálfsveran megin-
myndhvörfin, myndhvörf myndhvarfanna. Kraftur hugbragðanna sem
Locke skynjaði á þokukenndan hátt, kristallast hér í lykilmyndhvörfum
sjálfsverunnar sem hugar. Það sem var almenn og víðtæk kenning um
hugbrögð hjá Locke verður hjá Condillac að kenningu sem snýst meira
um myndhvörf. Þriðju persónu frásögn Lockes um hluti í heiminum
verður hér að sjálfsævisögulegri orðræðu sjálfsverunnar. Þótt þessar tvær
frásagnir séu ólíkar þá eru þær samt sem áður allegóría um sömu
hugbragðablindgötuna. Af henni stafar líka meiri ógn vegna þess að við,
sem sjálfsverur, erum augljóslega flækt í söguþráðinn. Að svo komnu
máli finnst manni meiri þörf en áður á að leita annars staðar eftir aðstoð
og ef við höldum okkur við sömu heimspekilegu hefðina er Kant
augljósasti kosturinn.