Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 184
PAUL DE MAN
Kant ræðir sjaldan um spuminguna uni hugbrögð og mælskulist bein-
línis en kemst næst því í kafla í Kiitik der Urteilskraft sem fjallar um
greinarmuninn miili skemata og táknlegs tungumáls. Harni bttrjar á þtb
að fjalla um hugtakið „sjónlýsing“ (hypotyposis17) og sú breiða merking
sem hann gefur því Hsar á það sem kalla mætti, að hætti Peirce, hinn
íkoníska þátt framsetningar. Sjónlýsing færir skilnmgarvitunum eitthtuð
sem er utan skynjunar þeirra, ekki aðeins vegna þess að það er ekki tnnan
handar heldur vegna þess að það er samsett úr þáttum sem eru að öllu
eða einhverju leyti of óhlutbundnir þnir skvnræna framsetningu. Það
stflbragð sem er skyldast sjónlýsingu er prosopopeia eða lífgerving.is
I sinni þrengstu merkingu færir lífgertdng skilningarvitunmn, í þessu til-
felli eyranu, rödd sem er utan kallfæris vegna þess að hún er ekki lengur
á lífí. I sinni víðustu merkingu og einnig orðsiþafræðilega vísar hún á
það hvernig myndrænt mál virkar með þH að gefa þtd andlit sem ekkert
andht hefur.
I 59. hluta Kritik der Urteilskraft („Hið fagra sem tákn fyrir siðgæði
almennings“) lætur Kant sig mestu varða greinarmmúnn milh skeina-
tískrar og táknlegrar sjónlýsingar. Hann byrjar á því að hafna rangri
notkun hugtaksins „táknlegur“ í því sem við köllum enn í dag „tdknlega
rökfræði“ eða stærðfræðilega rökfræði. Stærðffæðileg tákn sem notuð
eru í algóritmum eru í rauninni táknfræðilegir vísar. Þá ætti ekla að kalla
tákn vegna þess að þeir „innihalda ekkert sem tilheyrir ásýnd \Anschau-
ung\ hlutarins“. Það er alls ekkert samband á milli íkomskra eiginleika
þeirra og hlutarins, ef hann hefur þá einhverja sh'ka. Hið sania á ekla Hð
um ósvikna sjónlýsingu. Þar er samband sem getm' þó verið ólíkt hvað
tegundina snertir. Hvað varðar skemata sem eru viðföng hugarins
[Verstand\, þá er samsvarandi huggrip fýrirffam gefið, en væntanlega ætti
það við um til dæmis þríhyrning eða einhver önnur rúmffæðileg form.
Hvað varðar táknin, sem eru viðföng skynseminnar (Vernunft) og sam-
bærileg við sértekningar Condillacs, þá væri engin skynræn fi'amseming
við hæfi (angemessen, þ.e. deili sama muni) en slík líldndi væru „talin“
vera til staðar út frá samsvörun (unterlegt, sem mætti þýða á þann veg að
„undirliggjandi“ líkindi tækjust á milli táknsins og hlutarins sem tákn-
aður er). Kant skýrir síðan út í nokkuð löngu máli greinarmuninn milli
17
18
[Gr. „rissa upp“. Ljóslifandi myndræn lýsing á stað, atburði eða þn'umlíku.]
[Gr. „búa til andlit, grímu“.]