Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 185
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
raunverulegra líkinda og samsvörunarlíkinda. Þegar um samsvörun er að
ræða eru skynrænir eiginleikar analogon19 ekki hinir sömu og frumat-
riðisins en þeir starfa eftir svipaðri formlegri reglu. Til dæmis má tákna
upplýst ríki með lifandi líkama þar sem hlutir og heild tengjast saman á
frjálsan og samhljómandi hátt á meðan harðstjóm mætti réttilega tákna
með vél eins og stigmyllu. Allir skilja að ríkið er ekki líkami né vél heldur
að það starfar þannig og þessari starfsemi er lýst á einfaldari hátt með
tákninu heldur en í löngu, óhlutbundnu máh. Eftir langa mæðu virð-
umst við nú hafa færst nær því að ná stjórn á hugbrögðum. Þetta er nú
gerlegt vegna þess að samkvæmt Kant virðast vera til hugbrögð sem em
þekkingarfræðilega áreiðanleg. Samsetta nafiiorðið „þríhyrningur“ í
rúmfræði er hugbragð, sjónlýsing sem leyfir framsetningu á sértekningu
með staðgegnandi tákni, en þrátt fyrir það er framsetningin fullkomlega
rökrétt og angemessen. Með því að sýna að hægt er að færa sig frá hinni
táknlegu reglu sem er jú ónákvæm og einungis í samhengi með hinum
takmarkandi hætti aðeins (orðið blofi kemur fjórum sinnum fyrir í kafl-
anum), að röklegri nákvæmni skemata en halda sig þó innan hins al-
menna hugbragðafræðilega sviðs sem sjónlýsingin afmarkar, þá virðist
vera búið að sigrast á þeirri þekkingarfræðilegu hættu sem raskaði ró
Lockes og Condillacs. Lausnin er þó háð ótvíræðum greinarmun, ann-
aðhvort/eða, milli táknlegs tungumáls og skematísks tungumáls. Fram-
setning er annaðhvort skematísk eða táknleg („entweder Schemate oder
Symbole“) og hinn gagnrýni hugur getur með ótvíræðum hætti greint
þar á milli.
A þessu stigi röksemdafærslunnar kemur Kant með dálítinn útúrdúr
á greinargerð sinni og drepur á hversu oft er htið framhjá því hvað
myndrænt mál er útbreitt í heimspekilegri orðræðu. Þetta sé mikilvægt
atriði sem „á skilið ítarlegri rannsókn“. En ekki gefst tími né rúm hér
fyrir slíka athugun - og hann tókst hana aldrei á hendur á neinn kerfis-
brmdinn hátt. Hugtakanotkun heimspekinga er full af myndhvörfum.
Kant nefnir nokkur dæmi sem öll hafa með grundvöllun og stöðu að
gera: „grundvöllur \Gnind\“, „að vera háður [abhangen]“, „leiða af [fliefí-
en]“, og með tilvísun til Lockes, „undirstaða“. Allar þessar sjónlýsingar
eru táknlegar en ekki skematískar, sem þýðir að þær eru ekki áreiðan-
legar út frá þekkingarfræðilegu sjónarhorni. Þær eru „einber yfirfærsla
19
[Þý. hliðstæða.]