Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 188
PAUL DE MAN
sýndi okkur fram á hér á undan, að fresta ófyrirsjáanlegum afleiðingum
viðkomandi athugunar til bem tíma. Aðalatriðið sem ég vil leggja
áherslu á er tilgangsleysi þess að reyna að bæla niður retóríska formgerð
texta í nafni textalíkana sem tekið er við fullbúnmn og gagnrýnislaust,
eins og til dæmis yfirskilvitlegri markhyggju eða á hinmn enda htrófsins,
einberum kóða. Það að bókmenntalegir kóðar eru fyrir hendi er ekki
dregið í efa, aðeins krafan um að þeir standi frtrir almennt og tæmandi
textalíkan. Bókmenntalegir kóðar eru undirkóðar í kerfi, retóríkiimi sem
er ekki sjálf kóði. Því ekki er hægt að einangra retóríkina fi‘á þekkingar-
fræðilegri virkni sinni, hversu neikvæð sem þessi virkni getur verið. Það
er fjarstæðukennt að spyrja hvort kóði sé sannur eða rangur en það
er ómögulegt að ýta þessari spurningu til hliðar þegar kemur að
hugbrögðum - en það virðist alltaf vera gert. I hvert skipti sem þessi
spurning er þögguð niðm þá ganga hugbragðaleg snið aftur inn í kerfið
í búningi formlegra flokka eins og andstæðna, endurtekninga, for-
skriftarkerfis, eða málfræðilegra hugbragða eins og neitunar og fyrir-
spurna. Þetta eru alltaf heildarskapandi kerfi þar sem rejmt er að líta
framhjá afmyndunarkrafti myndmálsins. Góðm táknfræðingm er ekki
lengi að átta sig á að hann er í rauninni mælskufræðingur í dulargend.
Það sem þessi hliðstæðu dæmi fela í sér fyrir bókmenntasögu og bók-
menntafagurfræði er jafh umdeilanlegt. Sagnfræðingi sem fastur er í
viðtekinni tímabilaskiptingu gæti þótt það fáránlegt að lesa texta frá
upplýsingartímanum á sarna hátt og verið væri að lesa „Um sannleika og
lygi í ósiðrænum skilningi“ eftir Nietzsche eða „La npnhologie blanche“
efrir Jacques Derrida.21 En ef við segjum sem svo að þessir sömu sagn-
fræðingar féllust á að hægt væri að lesa Locke, Condillac og Kant á þann
hátt sem hér hefur verið gert, þá }nðu þeir að álykta að bók-
menntanútími okkar hafi komið aftur á sambandi við „sanna“ upplýs-
ingu sem hafi verið okkur hulin vegna nítjándu aldar þekkingarfræði
rómantíkur og raunsæis þar sem haldið var frain áreiðanlegri retórík
sjálfsverunnar eða framsetningarimiar. Þá mætti segja að samfelldur
þráður næði frá Locke til Rousseaus til Kants og til Nietzsches, þráður
sem myndi örugglega ekki ná til manna eins og Fichtes og Hegels. En
vitum við örugglega hvernig lesa skal Fichte og Hegel á réttan retór-
ískan hátt? Ef við gerum ráð fyrir að hægt sé að stilla saman Locke og
21 Jacques Derrida, „La mythologie blanche11, Marges de la philosophie, París: Editions
deMinuit, 1972, bls. 247-324.
186