Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 189
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
Nietzsche með því að halda því fram að horft hafi verið kerfisbundið
framhjá svipaðri tvíbentri afstöðu þeirra til retóríkur, þá er engin ástæða
til að gera fyrirfram ráð fyrir því að ekki sé hægt að halda fram svipuðum
rökum um Fichte eða Hegel. Það væru að sjálfsögðu ólík rök, einkum í
tilfelli Hegels, en það er ekki óhugsandi að slíkt væri hægt. Og ef fallist
er á, aftur bara sem dæmi, að staðkvæmar frásagnir séu hluti af sama
kerfi og raðkvæm hugbrögð (en standist þó ekki endilega á), þá kemur
upp sá möguleiki að orðanir sem fylgja tímalínu eins og frásagnir eða
sögur séu fylgihnettdr retóríkur en ekki öfugt. Þá þarf að móta hug-
myndina um retórík sögunnar áður en reynt er við sögu retóríkurinnar
eða bókmexmtanna eða bókmenntarýninnar. Retórík er hins vegar ekki
sagnfræðileg grein í sjálfu sér heldur þekkingarfræðileg. Það má vel vera
að þetta sé ástæðan fyrir því að snið sögulegra tímabila eru í senn mjög
gagnleg sem leiðsagnarregla en villandi sem sönnun. Þau eru ein af fleiri
leiðum tdl að komast að hugbragðalegri formgerð bókmenntatexta og
sem sfrk geta þau ekki annað en grafið undan sínu eigin valdi.
Að lokum benda rök okkar til þess að sambandið og greinarmunurinn
á milli bókmennta og heimspeki skapist ekki út frá greinarmun milli
fagurfræðilegra og þekkingarfræðilegra kategóría. Að því marki sem
heimspekin öll er háð myndrænu máli þá er hún dæmd tdl að vera bók-
menntaleg og, úr því þær geyma þennan vanda, eru allar bókmenntdr að
einhverju marki heimspekilegar. Sú samhverfa sem þessar fullyrðingar
virðast búa yfir, er ekki jafn traustvekjandi og hún sýnist, því það sem
virðist færa bókmenntirnar og heimspekina saman er, líkt og í dæmi
Condillacs tun hugann og viðfangið, sameiginlegur skortur á kenni-
marki eða sérgreiningu.
Gagnstætt almennri skoðun þá eru bókmenntir ekki svæðið þar sem
hinni ótraustu þekkingarfræði myndhvarfanna er slegið á frest með fag-
urfræðilegri fullnægju, þótt þessi tdlraun sé mótunarþáttur í kerfi þess.
Fremur eru þær svæðið þar sem sýnt er fram á að mögulegur samruni
nákvæmni og fullnægju er blekking. Þessar afleiðingar vísa á þá erfiðu
spurningu um hvort hið gjörvalla svið tungumálsins sem snertir merk-
ingu, tákn og framsögn sé búið hugbragðalegum líkönum. Þá spurningu
er aðeins hægt að bera upp þegar frjósamt og niðurrífandi afl myndræns
máls hefur verið viðurkennt að fullu.
Steinunn Haraldsdóttir þýddi
187