Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 192
MARGARET H. FRKF.MAX
Höfundur greinarinnar, sem hér fer á eftir, Margaret H. Freeman,
var prófessor við háskólann í San Francisco en hefur nú látið af störfum
þar. Markmið hennar með greininni er að sýna fram á að hugræna
málfræðin geti lagt ýmislegt til nýrrar aðferðafræði við bókmenntarann-
sóknir. Þá aðferðafræði nefnir hún hugræna skáldskaparfræði og telur
hana geta gagnast betur en ýmsar kenningar sem frnr hafa verið nýttar.
Líkt og aðrir frdgismenn hugrænna máhdsinda gengur Freeman út
frá því: a) að málið feli ekki í sér merkingu heldur opni gáttir að henni;
b) að málið sé nátengt þeirn almennu ferlum sem marka hugarstarf
mannsins og að líkami hans setji hugsunum hans einatt Hðmið; c) að
hhðstæður, þ.e. vörpun á milli ólíkra sfrða, móti mjög þankagang
mannsins og vitni um hverxúg hann leitast við að öðlast skilning á því
sem hann reynir og skjmjar.
I greininni fæst Freeman einkum við myndhvörf. Sem víðar í skrifúm
sínum velur hún að huga að ljóðum eftir Emily Dickinson en endar þó
á að fást við eitt af síðustu ljóðum Silvíu Plath.
I greiningu á þrernur ljóðum Dickinson leiðir Freeman m.a. að því
rök að skilningur á þeim hugarferlum sem skáldum og lesendmn séu
sameiginleg geti sett bókmenntatúlkunum áktmðinn ramma sem þær
hafi áður skort. Hún sýnir einnig að greining á mismunandi vörpmimn,
sem liggja til grundvallar líkingum í máli, geti á röklegan hátt lýst þanka-
gangi skálda og hinu ósagða í verkum þeirra. Ennfremur gerir hún ágæt-
lega grein fyrir þth að hinn þröngi hefðbundni skilningur á metafórum
geti verið mönnum til trafala og valdið þtti að líkingar standi í þeim
meðan hugmyndir Lakoffs og Johnsons um metafórur hugans og út-
færsla Fauconniers og Turners á þeim, opni nýjar víddir, stuðh að ná-
kvæmari og margþættari greiningu og dragi fram samhengi sem áður
hafi ekki blasað við. Loks leitast hún við að sýna hvernig ramisóknir hug-
rænna málvísinda geti nýst til að greina höfrmdareinkemii í stíl.
Ljóð Silvíu Plath nýtir Freeman til að fjalla um hvernig orðræðu- og
skemakenningar, svo og kenningin um hugsanlega heima, falla að skiln-
ingi hugrænna málvísinda og kemst að þeirri niðurstöðu að hin síðast-
nefnda samrýmist þeim síst.
Bergljót S. Krisljánsdóttir
190