Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 193
LJOÐLIST OG VIÐFEÐMI MYNDHVARFA
1. Inngangur
Það er viðtekin hugsun í bókmenntafræði að eitt af því sem auðkenni
bókmenntir sé að af þeim geti sprottið margvíslegar túlkanir og marg-
hátmð merking. Bókmermtafræðingar eru þrautþjálfaðir í að reiða fram
shkan lestur, sem vitnar oft um góðan skilning og er upplýsandi. Þeir
hneigjast hins vegar yfirleitt til að láta vera að kanna þær meginreglur og
þau ferh sem hggja að baki margbreytninni; taka þau einfaldlega sem
gefin. Lestur þeirra mótast af fræðilegri afstöðu, hvort sem um er að ræða
sálfræðilega afstöðu, félagsfræðilega, sögulega eða afbyggingu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Einn texti getur því kallað fram margar sfikar túlkanir (koll-
egi minn taldi eitt sinn 79 ósamhljóða túlkanir á ljóði eftir Emily Dick-
inson4) og keppast þær um að hljóta viðurkenningu, en engin leið er að
ák\rarða gildi þeirra óháð þeim kenningum sem marka þær. Með öðrum
orðum: Bókmenntafræði skortir nothæfa kenningu um bókmenntir.
Nýleg þróun á sviði hugrænna málvísinda hefur reynst gefandi og
lofar góðu í leitinni að nothæfri kenningu um tungumál. Til dæmis hef-
ur hugrænu málfræðinni tekist að sýna fram á að merking búi ekki í
tungumálinu sjálfu heldur veiti tungumálið aðgang að merkingunni.
Tungumál er ekki afrakstur sérstakrar formgerðar í heilanum heldur
þeirra ahnennu hugrænu ferla sem gera mannshuganum kleift að fella
reynslu í hugtök en það er ferh sem þeir sem fást við hugræna málffæði
kalla Kkamsskilning (e. embodied understanding).5 Með því að viðurkenna
lykilhlutverk hhðstæðna (e. analogy) í hugsun manna sem heimfærir þætti
eins hugarsviðs upp á annað, hafa þeir sem vinna að hugrænni málfræði
hafist handa við að gera grein fyrir margháttuðum fyrirbærum sem koma
fyrir í tungumálum, svo sem forklifun og staðleysu, myndhverfingu og
nafnskiptum, en kenningar um merkingu, sem sækja til rökfræði, hafa átt
erfitt með að skýra þau.6
4 Orð Davids Porter (persónuleg bréfaskipti) um ljóð Dickinson „My Life had stood
- a / Loaded Gun (J 754). David Porter, Dickinson: The Modem Idiom, Cambridge
Massachusetts og London: Harvard Universitv' Press, 1981.
5 Mark Johnson, The Body in the Mind: The Bodily Basis of Meaning, Imagination, and
Reason, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1987.
6 Gilles Fauconnier, Mappings in Thottght and Langitage, Cambridge: Cambridge Uni-
versity Press, 1997. Hliðstæða er hér notað í almennustu merkingu orðsins en með
því móti sneiði ég hjá hinum nákvæma greinarmun sem gerður er í klassískri retórík
og b)Tgir mönnum sýn á að flokkar eins og líkingar, myndhvörf, nafhskipti og
meðskilningur hafa sameiginlega undirstöðu.