Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 205
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐMI MYNDHVARFA
ganga út frá eiginleika- og tengslavörpun án þess að litið sé til kerfa-
vörpunar því þær greina myndhverfingar á hefðbundinn hátt.23 Síðasta
erindið er langt frá því að vera frávik eða ráðgáta eins og ég mun sýna
fram á með hugrænum lestri mínum á ljóðinu. Það er hápunktur sam-
felldrar framvindu í gegnum flókið kerfi blöndunar hugarlfkinga sem
rekja sig áfram allt frá fyrsta erindinu.
Skoðum síðasta erindið fyrst. Ljóðmælandinn - hlaðin byssa - ber sig
saman við eiganda/húsbónda sinn. Byssan gerir sér grein fyrir því að hún
getur drepið líkt og eigandinn, en ófikt honum getur hún hins vegar ekki
dáið. Þar sem dauðir hlutir geta verið handbendi dauðans án þess að geta
upplifað hann sjálfir virðist þetta atriði þó ekki bjóða upp á neinn mikil-
vægan skilning. Eins og Sharon Cameron bendir á „virðist tilgangur
ljóðsins vera annar og meiri“.24
Tilgangurinn er Kka annar og meiri. Bráðabirgðagreining á þessu ljóði
er einföld og augljós. Sagan er sögð frá sjónarhorni byssu, nánar tiltekið
riffils, þar sem skáldið notar myndhverfingar til að varpa sviði mann-
legrar reynslu yfir á svið byssunnar þegar hún segir sögu „ævi“ hennar.
eru ekki sjálfir að fiillu sannfærðir um að greining þeirra lýsi heildarkerfi ljóðsins,
þótt allir fangi mikilvægar hhðar á myndhvarfasviðunum í heimi þess. Sjá Sharon
Cameron, Choosing Not Choosing. DickÍTison’s Fascicles, Chicago og London: Uni-
versity of Chicago Press, 1992; Albert Gelpi, „Emily Dickinson and the Deerslayer:
The Dilerruna of the Woman Poet in America“, Shakespeare’s Sisters: Feminist Essays
on Wmnen Poets, ritstj. Sandra M. Gilbert og Susan Gubar, Bloomington: Indiana
University Press, 1979, bls. 122-134; Cristanne Miller, Emily Dickinson: A Poet’s
Grammar, Cambridge, Massachusetts og London, 1987; Vivian R. Pollak, Dickin-
son: The Anxiety of Gender, Ithaca: Comell University Press, 1986; David Porter,
Dickinson: The Modem Idiorn; Adrienne Rich, „Vesuvius at Home: The Power of
Emily Dickinson“, Shakespeare’s Sisters: Feminist Essays on Women Poets, bls. 99-121;
Cynthia Griffin Wolff, Emily Dickinson, New York: Alffed A. Knopf, 1986.
23 Aðeins umfjöllun Roberts Weisbuch um ljóðið gerir ráð fyrir kerfavörpun, þ.e.
greining hans á innri hkingum og svo ytri líkingum eða skýringarmöguleikum. Lest-
ur hans á innri líkingnm kemur heim og saman við miðlægan lestur minn eins og
við mátti búast þar sem vörpunin byggir á formgerð ljóðsins þótt hún sé ekki sett
fram ffá sjónarhomi hugrænna myndhvarfa eins og mín. Sjá Robert Weisbuch,
Emily Dickinson’s Poetry, Chicago og London: The University of Chicago Press,
1975. Itarleg umfjölltm Weisbuchs um ljóðið virðist mér hárrétt bæði í greiningu og
niðurstöðum. Eini munurinn á lestri hans og mínum er að með því að beita kenn-
ingum um hugræn myndhvörf dregur lestur minn skýrar fram hugtakslega grunninn
sem lestur Weisbuchs hvflir á og sýnir hvemig ljóðið, eins og öll ljóðhst, nýtir sér
sömu hugtakslegu myndhvarfafonngerðir og koma fyrir í hversdagsmáli okkar.
24 Sharon Cameron, Choosing Not Choosing. Dickinson’s Fasdcles, bls. 66.
203