Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 206
MARGARET H. FREEMAN
I myndhvarfakenningum samtímans heftir m)mdmótaformgerð mark-
sviðsins eða „lífsins11 það hvaða mjmdmótaformgerðir frá upptakasviðinu
eða „byssunni“ er varpað á það (þetta er dæmi um nýgervingareglu (e.
invariance principle) Lakoffs2^ og Turners26). I myndhverfrngunni LÍFIÐ
ER FERÐALAG breytist til dæmis vegur myndhverfingarinnar efdr því
hvaða ákvarðanir við tökum í lífinu. Eins og Robert Frost bendir á í
„The Road Not Taken“ getum við ekki snúið við í lífinu og vahð annan
veg. Með þessu eru vörptminni á stöðugleika vegarins settar tdssar
skorður, þess vegar sem við í veruleikanmn eigum eftir að velja einhvern
tíma í framtíðinni, hvaða leið sem við kunnum að kjósa í tiltekið skipti.
I ljóði Dickinson virðist sarnt sem áður verða „viðsnúningur“ á þeim
hömlum sem vörpun myndhvarfa eru settar: Það er hlutstætt upptaka-
svið hlutarins, „byssunnar“, sem heftir möguleika okkar á að túlka óhlut-
bundin svið „lífsins“. Ein af ástæðunum fyrir því að bókmeimtagreining
getur misheppnast er að greinandinn áttar sig ekki á þessum höftum.
Atriðin sem einkenna byssuna setja höinlur á hvaða skilningur er lagður
í lífið í ljóðinu frekar en vörpun á þeim þámim lífsins sem koma heim og
saman við einkenni byssunnar. Ljóðið er mjög írónískt vegna þess að þau
myndhvörf sem eru ríkjandi varpa aðeins atriðum upptakasviðsins „byssa“
sem eiga við marksviðið „líf‘. Þrátt fyrir að byssupersónan reyni að skil-
greina sig sem lifandi veru, mistekst henni það að öllu leyti.
Nýlegar rannsóknir Fauconniers og Turners27 á samþættingarkerfúm
á sviði hugtaka hafa betrumbætt skilgreininguna á nýgervingareglunni.
Með því að setja ffarn líkan fjögurra sviða sem tekur til almenns og
blandaðs sviðs ásamt hinum upprunalegu, upptaka- og marksviði, verður
tdl margbrotnari og ffjórri lýsing á nýgendngareglunni. Ljóð Dickinson
er dæmi um ósamhverft tvíhliða kerfi, þar sem staðbundin atriði frá báð-
um ílagssviðum ljóðsins (byssa og líf) birtast í þeirri blöndu sem Ijóðið
er, en ramminn sem henni er settur kemur aðeins frá öðru sviðinu (sviði
byssunnar). Það heffir þá formgerð sem rís af blöndunni með því að tak-
marka athafhir, atburði og þátttakendur við þá sem hæfa sviði byssunnar.
25 George Lakoff, „The Contemporary Theory of Metaphor", Metaphor and Thought,
ritstj. Andrew Ortony, önnur útgáfa, Cambridge: Cainbridge University Press,
1993.
26 Mark Turner, The Literary Mind, Chicago og London: University of Chicago Press,
1996.
2' Gilles Fauconnier og Mark Turner, „Conceptual Integration Networks“, Cognitive
Science, 22,2 (1998), bls. 133-187.
204