Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 207
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐMI MYNDHVARFA
Á einu sviðinu er mannlegt Kf eins og því er lifað, með sjálfstæðum
hreyfingum, samskiptum við aðra, tilfinningum sem tengjast ást og kyn-
lífi, sjálfsvöm og fjandskap sem getur leitt til átaka og að lokum dauð-
anum sem staðreynd. Á hinu sviðinu era eiginleikar byssunnar sem getur
drepið manneskju og valdið hávaða auk þess sem hana má hlaða skot-
hylkjum sem er hægt að skjóta með því að taka í gikkinn; þar er líka hlut-
verk hennar sem veiðivopns, sjálfsvamarbúnaðar og ofbeldistækis. Al-
menna sviðið tekur eiginleika af þessum tveimur sviðum til að mynda
hugtök um hreyfingu, hljóð og orsakasamhengi er eiga við þau bæði.
Ljóðið sjálft myndar fjórða sviðið sem er blandað og hefur nýja form-
gerð sem hvorugt ílagssviðanna deilir með því. Athafnir byssunnar á
blandaða sviðinu eru hvorki einkennandi fyrir upptakasvið byssunnar né
fyrir marksvið hfsins, þótt staðbundnum atriðum frá báðum sviðum sé
varpað inn í blönduna. Vegna þess að skipulagsrammi kemur frá upp-
takasviði byssunnar og ekki frá marksviði marmeskjunnar er aðeins þeim
staðbundnu atriðum á mennska sviðinu sem eiga við skipulagsramma
byssusviðsins varpað inn í blönduna. Á blandaða sviðinu reynir byssu-
persónan að yfirfæra eiginleika mennsks lífs á þá eiginleika sem byssa
hefur, en tungumáfrð kemur upp um hana. Hvorug lýsingaxma á ílags-
sviðunum tveimur er lýsing á blönduðu sviði ljóðsins (það er að segja,
byssur tala ekki eða brosa, fólk er ekld í bókstaflegri merkingu hlutir sem
standa í homum og bíða þess að vera teknir upp; byssur hafa ekki þumla
eða augu og fólk gefur ekki frá sér gulan glampa).
Hin augljósa þverstæða í lokaerindinu sem hefur löngum valdið
gagnrýnendum heilabrotum sprettur af hinni nýju formgerð blöndunnar
en ekki af einfaldri vörpun á eiginleikum eða tengslum milh persónu og
byssu. Því virðist byssan í blöndunni haga sér eins og hún væri lifandi
manneskja, en eins síðar kemur betur fram er það blekking. Með því að
bera saman á óbeinan hátt „líf‘ byssu og mennskt líf fær Dickinson
okkur til að sjá hversu fátæklegt, ófullnægjandi og takmarkað líf byss-
unnar er og gefur í skyn hversu fátæklegt, ófullnægjandi og takmarkað
mannlegt líf væri ef manneskjan upphfði einungis þá þætti þess sem
byssan lætur í ljós.
Frá fyrsta erindi til þess síðasta reynir byssan að lifa eins og mann-
vera, en mistekst vegna þess að hún skilur ekki þau hugrænu myndhvörf
sem liggja að baki mannlegri reynslu. Þessa misheppnuðu tilraun má
205