Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 208
MARGARET H. FREEMAN
rekja í hverju erindi fyrir sig þegar byssunni tekst ekld að beita viðeig-
andi hugrænum myndhvörfum til að lýsa stöðu sinni.
George Lakoff hefur sýnt fram á að myndhvörfin ATBURÐUR SEM
FORMGERÐ eru til í tveimur gerðum: STAÐSETNING OG HLUTUR.28 Mun-
urinn á þeim felst í andstæðunni á milli „we’re coming up on Easter“
(tdð nálgumst páskana) (páskar sem STAÐSETNING) og „Easter is ap-
proaching“ (páskarnir nálgast) (páskar sem hlutur). Byggt á mynd-
hvörfunum ÓHLUTSTÆÐ HUGTÖK ERU HLUTIR, PERSÓNA ER HLUTUR OG
EIGN, ATBURÐIR ERU VERKNAÐIR Og LÍFIÐ ER FERÐALAG þá er í fyrsta
erindinu litið á líf byssunnar sem hlut sem hefur staðnæmst, fastur úti í
horni. Hlutir í myndhvörfunum ATBURÐUR SEM FORMGERÐ hreyfast fyrir
eigin afli eins og í dæminu sem tekið var áðan: „páskamir nálgast“, en
það gerir byssan ekki. Hún verður að bíða eftir að eigandinn (sem
hreyfist af eigin rammleik) fari hjá, beri kennsl á hana og taki hana með
sér. Þannig er munurinn á lífi byssunnar og lífi eiganda hennar settur
fram strax í fyrsta erindinu með tilliti til spurningarinnar um sjálfknún-
ing og sjálfshvatningu. Byssunni hefur tekist að ná það langt að hún
hugsar í myndhvörfum um sjálfa sig, sem hlut í mjmdhvörfunum AT-
BURÐUR SEM FORMGERÐ en getur ekki tekið það mennska skref að hreyf-
ast fyrir eigin afli.
Auðvelt væri að ráða í ljóðið ef það væri aðallega byggt á mynd-
hvörfunum LÍFIÐ ER FERÐALAG eins og ljóð Frost „The Road Not Tak-
en“. En ljóð Dickinson um hlöðnu byssuna nær \'fir flokk flókinna mynd-
hvarfakerfa sem Zoltan Kövecses29 hefur sýnt fram á að tengist og standi
þannig fyrir óhlutbundin hugtök eins og vináttu, ást og lífið sjálft. Það
er að segja, FERÐALAGSmyndhverfingin er ekki eina upptakasvið LÍFSINS
í þessu ljóði: myndhvörf BOÐSKIPTA, TILFINNINGA og TENGSLA eru einnig
virk.30 Þannig eru bæði myndhvörf TILFINNINGA og BOÐSKIPTA virkjuð í
öðru erindi: myndhvörfin \TRKFÆRI ER VINUR í fyrstu tveimur línunum
(„flökkum við“, „veiðum við“), og myndhvörf BOÐSKIPTA liggja að baki tdl-
raunar byssunnar til að halda fram sjálfstæði sínu þegar hiin „talar fyrir“
eiganda sinn og fær „svar“ ffá Fjallinu. „Tungumál" byssunnar er engu
28 George Lakoff, „The Contemporaw Theory of Metaphor", Metaphor and Thought.
29 Zoltan Kövecses, „American Friendship and the Scope of Metaphor", Cognirive
Linguistics, 6:4 (1995), bls. 315-346.
30 Otúlkuðu myndhvörfin í þessum kafla eru öll fengin úr grein Kövecses.
206