Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 210
MARGARET H. FREEMAN
sjálfri sér í þeirri afstöðu að betra sé að standa vörð um höfuðið en að
deila rúminu.
Þegar komið er að fimmta erindi er tnyn dhverfmgin orðin Þ\TÍ MEIRI
INNILEIKI, ÞVÍ FREMUR \TRDA T\tEIR AÐ EINUM. En með sameiningu telur
byssan að átt sé við að samband hennar við húsbóndann byggist á VÖRN
í STRÍÐI (enn og aftur mynd sem á betur við raunverulegt hlut\rerk byssu
en markmið þessarar byssu) en ekki myndhvörfin rNNILEHU í KYNFERÐIS-
LEGU SAMBANDI. Sjálfsblekldng byssunnar er alger þegar hún samsamar
sig húsbónda sínum; mjtndin af gula auganu og skörulegmn þumli, sem
varpað er á atferli húsbóndans, er hann rniðar og hleypir af, skapar þannig
tvíræða dauðamynd sem er kynferðisleg á írónískan máta. Þessi kyn-
ferðislega tvíræða rnynd undirstrikar þá augljósu staðreynd urn ljóðið að
byssan er kynlaus, sem flestum bókmenntarýnendum yfirsést. Byssan
skilgreinir sjálfa sig hvergi í ljóðinu sem kyngreinda manneskju. Byssan
getur ekki notið kynferðislegs sambands eins og mamteskja en með því
er á áhrifamikinn hátt bent á hvernig henni tekst ekki að öðlast mennskt
líf, sem er þó takmark hennar.
Tónn byssunnar er nú orðinn framhleypinn, gjallandi, öruggur, tónn
sem viðurkenningin í lokaerindinu grefur algerlega undan. Hér stendur
byssan frammi fyrir sannleikanum. Samanburðurinn á hinum mennska
eiganda og byssunni í lokaerindinu varpar aftur hugmyndum úr blönd-
unni á þau tvö svið sem ljóðið er gert úr til að aðgreina fólk sem getur
dáið frá byssum sem geta drepið. Þrátt fyrir að byssan kunni að geta
lifað, hafi möguleika sem hún lét í ljós í byrjun ljóðsins á að lifa gjöfulu
og fullnægjandi lífi, þá getur hún það ekki. Þar sem byssan er kynlaus
getur hún ekki reynt lífið eins og manneskja og svið myndhverfingar-
innar er sjálfu sér samkvæmt í gegnum allt Ijóðið. Það er írónískt að
vegna takmarkaðs skilnings á hugarmyndhverfingum sem ffarn koma í
sögunni sem hún segir, hefur hin kynlausa byssa ekki skilið það svið
mannlegra myndhverfinga sem tjá í heilu lagi lífið, ástina og dauðann
sem kyngreindar manneskjur upplifa. Irónían er miðlægur þáttur í því að
ljóðið horfist í augu við hvað það felur í sér að vera manneskja: að lifa og
elska, að verða fyrir ofbeldi og beita því, að þjást og að lokum að deyja.
Þannig er í lokaerindinu sýnt fram á að þetta liggi í raun í augum
uppi: þegar byssunni tekst ekki að nálgast kynbundna mannlega upp-
lifun, mistekst henni einnig að öðlast mannlegt líf í heild með gleði þess
og þjáningu; og þar sem hún getur ekki verið lifandi í raun getur hún
208