Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 211
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐjVII MYNDHVARFA
ekki dáið; sem á írónískan hátt minnir einnig á að hún mun ekki „lifa
lengnr“ í ódauðleikanum. Með öðrum orðum mistekst byssupersónunni
að öðlast kyngreint mannlegt líf og allt sem því íylgir - að geta átt
samskipti, að elska, að beita ofbeldi og verða fyrir því og að lokum að
deyja - misheppnuð tilraun hennar kallar fram spumingu sem verður
öðrum yfirsterkari: hvað það fefi í sér að vera mennskur.
Þetta er miðlægur - eða dæmigerður - lestur á ljóðinu. Þar sem við -
manneskjurnar - höfam „mátt til að deyja“, notar Dickinson ævisögu
byssupersónunnar til að þvinga okkur til að leggja mat á okkar eigin ævi
og það er hér sem annars konar lestur kemur tdl. Frekar en að fita á
byssuna sem myndhvörf í hefðbundnum skilningi þar sem einum hlut er
skipt út fyrir annan - sem kveikir hugmyndir hjá bókmenntarýnendum
á borð við byssa-kona og byssa-tungumál og svo framvegis, held ég að
slíkur lestur spretti óbeint af kerfi hugarmyndhvarfa sem marka form-
gerð ljóðsins og hann verði gjaldgengur í krafd þeirra. Olíkt byssunni
getum við sem manneskjur tengt myndhvörf líkamsskilningsins og borið
þau saman við okkar eigin Kfsreynslu. Þegar við aðskiljum blönduna
aftur til að endurgera ílagssviðin setur hin nýja formgerð blöndunnar því
skorður hvemig við skynjum (mennska) marksviðið. Að hvaða marki eru
konur til dæmis „bomar burt“ af körlum í stað þess að hreyfa sig af fús-
um og frjálsum vilja? Hversu margir menn (eða konur) em notaðir sem
verkfæri ofbeldis og er stjómað af valdi sem þeim finnst þeir ófærir um
að streitast gegn? Með blöndu hlöðnu byssunnar og mennskra mögu-
leika, tekst ljóðið á við áskorunina sem felst í því að vera mennskur, ekki
bara reynsluna af ást, þjáningu og dauða, heldur líka þá reynslu að búa
til bkingar sem ræðst af Ifkamsskilningi manna. Það skal engan undra að
ljóðið sé jafn rómað og raun ber vitni því það felur í sér öll þessi atriði.
I hugrænum fræðum er það að fella reynslu í hugtök með líkingum
ekki aðeins einföld eiginleikavörpun þar sem einn hlutur kemur í stað
annars eða tengslavörpun þar sem dregin em fram vensl. I Byssuljóði
Dickinson tengjast ýmsar grunnmetafórur kerfisbundið saman. Þessi
myndhvörf em skapandi í þeim skilningi að þau gera kleifar mynd-
hvarfavarpanir sem era margvíslegar en þó samhangandi. Túlkun sem
byggir á hefðbundnum skilningi á myndhvörfum og byrjar til dæmis á
því að segja byssuna samsvara konu, mun lenda í ógöngum í lokaerind-
inu. Það er ekki einfaldlega þannig að byssan sé myndhverfð kona eða
púki, tungumál eða Kristur, eða að eigandinn sé einfaldlega mynd-
209