Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 214
MARGARET H. FREEMAN
á morgun" er myndað veruleikarými núlíðandi stundar, þar sem James
gerir áætlanir, og framtíðarrými þar sem hann fer þaðan sem hann er og
á annan stað.
Hvernig skiljum við tíma? Yfirleitt er hann skilinn á tvo vegn og fer
það eftir því hvernig afstöðu fígúru og bakgrunns er háttað (e. figure
ground orientation). Það er að segja, við skynjum tíma sem fígúru miðað
við einhvern bakgrunn, eins og þegar við segjum „tímiim flýgur þegar
við skemmtum okkur“ þar sem tíminn fer hratt yfir rými þar sein
skemmtun er. A hinn bóginn getum við skynjað tímann sem bakgrmm
fígúru eins og þegar við segjum „lestin kom á réttum tíma“. Báðar þessar
aðferðir til að nálgast tímahugtakið eru sprottnar úr mjög almennri
myndhverfingu í hugsanagangi okkar: ATBURÐUR SEM FORMGERÐ. Þegar
henni er beitt á tímahugtakið leiðir hún af sér samstæðu inyndhverf-
ingarnar TÍMI ER HLUTUR og TLMI ER STAÐUR. Þessar samstæðu mynd-
hverfingar geta af sér þúsundir mt-ndhverfinga í hversdagsmáli. Undir
TÍMI ER HLUTUR falla til dæmis: Hefurðu tíma til að lesa þetta yfir fyrir
mig? Tíminn þaut hjá. Hvað varð um tíinann? Undir TLMI ER STAÐUR
falla: Hann fór ffarn yfir tímann. A öllum tímum ársins. Kemurðu í tæka
tíð? Síðasta dæmið felur einnig í sér algengu RÝMlSinyndhverfingnna.
sem fyrr var minnst á.
Ekki kemur á óvart að líkt og önnur skáld nýtir Emily Dickinson sér
til hins ýtrasta yfirskipaðar myndhverfingar um tíma sem HLUT eða
STAÐ. Tíminn getur verið „berfættur“ (J 717); „veginn“ (J 834); „þröng-
ur“ (J 1100); hann getur konuð ogfarið-, við getum verið „á milliu tímans
og eilífðarinnar (J 644), við getum „horft aftur í tímann“ (J 1478) og svo
framvegis. En þá spyr maður sig kannski: og hvað með það? Oll ljóð-
skáld nota óspart myndhverfingar; það er ljóðlist og í bókmenntafræði
eru menn alltaf að greina myndhverfingar í Ijóðum. Vissulega. En spurn-
ingin er hvort þessar myndhverfingar séu einungis aðferð til að hleypa
lífi í hversdagslegt tungumál, til að hressa upp á það með frumlegum
myndhverfingum. Eða hvort þær séu vísbendingar um kerfisbundið
mynstur, merki um það hvernig ljóðskáldið hugsar um heiminn, tákn um
hugtakaheim hennar.35
Emily Dickinson var merkt skáld, ekki aðeins vegna þess að hún hafði
gott vald á orðum heldur einnig vegna þess að hún skildi myndhvarfaeðli
35 Margaret H. Freeman, „Metaphor Making Meaning: Dickinson’s Conceptual Uni-
verse“, Jownial ofPragmatics, 24:6 (1995), bls. 643-666.
212