Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 222
MARGARET H. FREEMAN
4.2 Aðrar kenningarlegar aðferðir: Spuming um hugrænan sajnþýðanleika
Eins og ég benti á í upphafi væri hægt að skilgrein hugræna skáldskapar-
fræði út frá því að hún gerir ráð finir að merkingin búi ekki í tungu-
málinu heldur veiti tungumálið aðgang að henrú. Sem mælendur/
lesendur leggja menn skilning í orðræðu/texta út frá þekkingu siimi á
heiminum, á menningu, félagslegu umhverfi, stjórnmálmn, hagkerfi og
svo ffamvegis. Oll þessi þekking er þar að auki felld í hugtök með lík-
amsskilningi manna, skynjun þeirra á eigin stöðu í efnisheiminum. Það
fer eftir því hversu víðtæka þekkingu menn hafa á heiminum að hvaða
marld þeir skilja merkingu texta. Það er samt sem áður ekki um einhliða
ósamhverft samband að ræða: ef svo væri, kæmust menn aldrei út fyrir
takmarkaðar eigin upplifanir. Textinn getur einnig víkkað þekkingu
manna. Kenningin um samþættingu á hugtakasviði39 skýrir hvernig slík
víkkun er möguleg með blöndun sem ný formgerð fylgir. Þótt allar
blöndur séu ekki í eðli sínu myndhvarfablöndur kernur blöndun alltaf
við sögu mymdhvarfa á einhverju stigi. Þess vegna eru myndhverfingar
miðlægar öllum skilningi sem byggir á sk^mjun, vísindalegum uppgötv-
unum og sköpunargáfu.
Hugræn skáldskaparfræði gerir mönnum kleift að afhjúpa þankagang
að baki bókmenntatexta og sýnir hvaða rammi textanmn er settur af
þeim aðferðum sem maðurinn nýtir til að fella reynslu sína í hugtök.
Þótt menn geti aldrei vitað nákvæmlega hverjar aðstæður skáldsins voru,
hvatir þess eða kringumstæður, þekkja þeir hugaröfhn sem sköpuðu þær.
Persóna, tilftnningar, tórrn geta orðið hluti af reynslu lesenda, þeir geta
fundið orsakir og skilið afleiðingar atburða og athafna, þeir geta komið
sér fyrir í heimi textans, ekki vegna þess að hann samræmist ramiheim-
inum, heldur vegna þess að þau hugrænu ferli sem gera mönnum kleift
að skilgreina sinn eigin heim eru nákvæmlega eins og þau sem þeir nota
til að sldlja heim textanna. Og sá heimur verður hluti af heimi lesenda í
krafti samþættingar á sviði hugtaka.
Af því að hugræn skáldskaparffæði byggir á svo áhrifaríkri samþætt-
ingarkenningu sem er í sjálfu sér sambærileg við hugræn myndhvörf,
hugræna málfræði og svo framvegis, gerir hún að sínum ýmsa þætti sem
samrýmast henni en koma úr öðrum kenningum. I þessum kafla ber ég
39 Gilles Fauconnier og Mark Tumer, „Conceptual Integratíon Networks", Cognitive
Science.
220