Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 225
LJOÐLIST OG \rIÐFEÐMI M\rNDH\'ARFA
Semino fjallar um að hægt sé „að lýsa ljóðinu á þrjá mismunandi vegu,
sem: a) umræðu þar sem koma við sögu mælandi og hlustandi og vísað
er nokkrum sinnum til þriðju persónu í sérstöku boðskiptasamhengi; b)
ástand sem er að hluta ómögulegt ef það er borið saman við
raunheiminn; c) hugræn smíði sem verður til í samspili textans og for-
þekkingar lesandans11.42 Þetta er í samræmi við þær þrjár hugrænu kenn-
ingar sem Semino þallar um: orðræðukenningu, kenningu um mögulega
heima og skemakenningu. Hver og ein þessara kenninga gefur vissa inn-
sýn í ljóðið en afhjúpar einnig veikleika í kenningunum sjálfum. Að
hvaða marki tekur hugræn skáldskaparfræði á veikleikum kenninganna
þriggja þegar hún gerir grein fýrir þeim margbreytileika ljóðsins sem
Semino bendir rétrilega á?
Orðræðukenningum tekst að lýsa flóknum og afbrigðilegum aðstæð-
um í ljóðinu vegna þess að þær geta fangað einkenni, hlutverk og sam-
bönd. Einkenni aðalþátttakendanna tveggja eru vandráðnir. Sá sem talað
er til er væntanlega karlkyns, en Semino spyr sig hvers vegna sé þá talað
um „gúmmíbrjóst“? Er sá sem talar karlkyns eða kvenkyns? Margir eða
einn? Hlutverkin breytast efdr því sem líður á ljóðið. I upphafi stjórnar
sá sem talar en undir lokin spyr harrn og býður upp á. Sá sem talað er við
er í upphafi umsækjandi en virðist svo hafa vald til að þiggja eða hafna,
og jaíhvægið í valdasambandi þátttakendanna tveggja breytist.
Orðræðukenningar eru gagnlegar á þann hátt að þær geta „séð“
dýnamískt samband einkenna, hlutverka og sambanda í ljóðinu, en þær
hafa ekkert kenningarlegt gangverk til að skýra hvers vegna eða hvernig
þetta gerist. Þær eru samt sem áður sambærilegar hugrænni skáldskap-
arfræði þar sem í báðum kenningum eru viðurkennd þau áhrif sem
kennsl, hlutverk og gildi hafa á samhengið og sem byggja upp hug-
takaheim textans.
Styrkur kenningarinnar um mögulega heima liggur samkvæmt Sem-
ino í skilmerkilegum lýsingum og flokkunum þegar heimur textans og
„raun“heimurinn eru bomir saman. Hún er mælikvarði á hið afbrigði-
lega sem er hægt að mæla empirískt og varpar ljósi á hið undarlega í
heimi ljóðsins. I greiningu sinni á ljóðinu út frá kenningunni um mögu-
lega heima sýnir Semino fram á að heimur ljóðsins er í hæsta máta af-
brigðilegur, raunar gengur hann í berhögg við röktengsl allra hugsan-
legra heima en ekki aðeins hins raunvemlega. Fólk getur til að mynda
223
42 Sama rit, bls. 4.