Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 226
MARGARET H. FREEMAN
ekki gifst jakkafötum, jakkaföt geta eklá verið höggheld, gúmmíklof eru
afbrigðileg og svo framvegis. Semino bendir á að það sem kenningin mn
marga hugsanlega heima geri ekki sé að „taka með í reikninginn [...] að
ljóðið er áhrifamikið einmitt vegna þess hve aðstæðumar sem varpað er
fram eru undarleg „blanda““.43
Þar sem kenningin um mögulega heima er háð hlutlægri sýn á raun-
veruleikann er hún ósamrýmanleg hugrænni skáldskaparfræði. Hún
gengur upp í heimi rökréttra sambanda og sannleiksgilda en ekki í heimi
hugarmyndhverfinga. Hún er sú sem fellur verst að hugrænm skáldskap-
arfræði, af þeim þremur sem Senúno ræðir, og þess vegna er ekki hægt
að kalla hana með réttu „hugræna“ kenningu sé miðað við skilgreiningu
málvísindamanna svo sem Faucomúers, Lakoffs og Turners á hugtakinu.
Þar sem kenningin sættist án vandræða við „raunverulega“ heiminn sem
heim sem er hægt að nálgast á hlutlausan og röklegan hátt, hefur hún
enga fullnægjandi kermingu um myndhvörf, engar kenningar sem geta á
farsælan hátt skýrt mikilvægi hugrænna ferla þegar hugtök koma við
sögu. Aðeins er hægt að leggja með henni mat á „mögulega“ heinia á
staðli hins „raunverulega“ heims. Þó henrn takist að greina að hvaða
marki ákveðinn textaheimur vfki ffá hinum raunverulega heimi í saman-
burði við aðra textaheima virðist hún ekki fela í sér neina aðferð til að
útskýra hvernig einn heimur getur haft áhrif á annan, hvaða hluttærki
ferh ímyndunarinnar gegna í skynjun á hinum „raunverulega heinú“;
hver hin flóknu sambönd milli raunverulegs og mögulegra heima eru.
Aftur á móti er hægt að nota skemakenningar til að bera kemisl á
grundvallarskemu, eða „hugtakslega ramma“, sem eru virkir í ljóðinu.
Semino skilgreinir þrjú meginskemu ljóðsins sem: viðtals-, söluræðu-,
og hjónabandsskemu. I greiningu sinni skilgreinir hún árekstra sem
verða milli skemanna í ljóðinu og ennfremur Kkindi milli þeirra. I öllum
þeirra eru til dæmis „samræður milh tveggja eða milli eins og fleiri sem
miða að því að taka ákvörðun, komast að niðmstöðu eða samkomulagi
um einhvers konar stjórn yfir ákveðinni einingu“ en nekt þess ávarpaða
og „lifandi dúkkan“ stangast á við það.44 Til þess að gera grein fiuir þeim
breytingum sem verða á skemunum í ljóðinu kynnir Senúno kenningu
43 Sama rit, bls. 241.
44 Sama rit, bls. 248.
224