Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Page 9
Liz Stanley
„Svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd“
TúlkunarmögLileikar í lestri á fortíðinni
„Þegar ég var bam, talaði ég eins og bam, hugsaði eins
og bam og ályktaði eins og bam. ... Nú sjáum vér svo
sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en þá augliti til
auglitis.“ (Fyrra Korintubréf, 13. kafli, 11.-12. vers)
Frá ritun umfortíðina til lesturs áfortíðinni
í þessari grein verður þallað um túlkunarleg vandamál við lestur á for-
tíðinni.1 Titill greinarinnar og einkunnarorðin eru fengin úr fyrra Kor-
intubréfi Biblíunnar. Þetta vers fjallar um gang tímans og þá staðreynd
að þegar litið er um öxl til fortíðar sjá menn hana einungis „svo sem í
skuggsjá“ fremur en augliti til auglitis eins og þegar hún átti sér stað. Það
dregur fram þá staðreynd að fortíðin er eðli málsins samkvæmt upplifuð
eða „séð“ í gegnum eitthvað - tímann sem hefur liðið - sem stendur á
milli nútíðarinnar og ógreinilegrar fortíðar. Orðið „lestur“ í undirtitli
greinarinnar er yfirleitt notað um (tvær) skyldar rannsóknarleiðir sem
eru þó töluvert frábrugðnar. I fyrsta lagi að finna og velja úr það sem
þykir skipta máli og lesa þær heimildir, þ.e. lestur í bókstaflegri merk-
ingu. I öðru lagi að sannreyna þýðingu þessara heimilda sem ákveðinna
gagna og þýðingarmikilla „menja sem eftir standa“,2 og hvernig þær falla
að því almenna túlkunarskema sem rannsakandinn beitir, þ.e. lestri í
1 Grein þessi er að stofhi til Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar árið 2006 er ég
flutti við Háskóla Islands. Ég er þakklátMá Jónssyni fyrir þetta tækifæri til að móta
hugmyndir mínar sem ræddar eru nánar í þessari grein.
2 Jacques Derrida, Memoires: For Paul de Man, New York: Columbia University Press,
1985.
7